Þorsteinn: Ég held að maður geti ekki farið fram á meira Árni Jóhannsson skrifar 16. júlí 2024 19:45 Þorsteinn Halldórsson einbeittur á hliðarlínunni. Vísir / Anton Brink Ísland vann góðan sigur í Póllandi í síðasta leik undankeppni EM 2025 á útivelli í kvöld. Sveindís Jane gerði eina mark leiksins og var þjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, ánægður með leik sinna kvenna. Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti