Það er mikið undir hjá Víkingum gegn Shamrock Rovers í kvöld. Sigurvegarinn kemst áfram í næstu umferð Meistaradeildarinnar en fyrri leik liðanna lauk með 0-0 jafntefli á heimavelli Víkinga í Fossvoginum.
Góður hópur stuðingsmanna Víkings fylgdi sínu liði út til Dublin. Víkingur birti í dag myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sínum og augljóst er að fjörið er mikið.
Ef þú færð ekki gæsahúð af þessu þá ertu ekki Víkingur og það er allt í góðu.
— Víkingur (@vikingurfc) July 16, 2024
EN ÞAÐ ER PARTÝ Í DUBLIN. KOMA SVOOOO ÓÓ. pic.twitter.com/3YZUbPQkLF
Heimavöllur Shamrock Rovers tekur rúmlega 10 þúsund áhorfendur og munu stuðningsmenn Víkinga án efa láta vel í sér heyra í kvöld.
Okkar allra veikustu og bestu eru mættir til Dublin ❤️🖤 pic.twitter.com/NzvRD9e7Vx
— Víkingur (@vikingurfc) July 16, 2024
Leikur Víkings og Shamrock Rovers hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá Írlandi hefst klukkan 18:50.