Af glyðrugangi eftirlitsstofnana Ester Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 15:01 Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar