Farþegi um borð í vélinni sagði frá. Farþegi hafði eftir flugstjóra að það væri ekki hætt á að fara með slíka farþega í flug þar sem ekki væri hægt að vita upp á hverju þeir taka.
Birgir Olgeirsson, sérfræðingur á samskiptasviði Play staðfestir að fluginu hafi seinkað um einhverjar þrettán mínútur vegna farþega sem var með óspektir.
Hann segir jafnframt að þrír farþegar hafi sjálfviljugir farið frá borði vegna málsins vegna þess að þau vildu ekki ferðast án mannsins. Ekki liggur fyrir hvernig fólkið tengist flugdólgnum. Þannig fóru fjórir farþegar frá borði vegna atviksins.