Logi Bergmann var tekinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. júlí 2024 14:24 Logi Bergmann féll á eigin bragði. Hann segist líða eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024 Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira