„Ótrúlega góður fiskréttur sem hentar vel þegar þú ert að bjóða fólki í mat. Ég myndi klárlega mæla með hvítvíni með þessum rétti í kvöldsólinni,“ skrifar Helga Magga við myndband á Instagram þar má sjá hvernig hún útbjó réttinn.
Hráefni:
700 - 800 g ýsubitar
2 msk ólífuolía
1 laukur
2 -3 stk hvítlauksrif
Tvö box af litlum tómötum
Ein krukka kapers
1 msk oregano
Tvær öskjur af ólífum
Fiskikrydd frá Mabrúka
Salt og pipar
Fersk steinselja
Aðferð:
Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt niður og steikið upp úr olíunni.
Eftir það er kapers og tómötum bætt út á pönnuna ásamt smá oregano kryddi. Eldið á miðlungs hita í um það bil 10 -15 mínútur, eða þar til tómatarnir eru farnir að mýkjast. Gott er að setja lok á pönnuna.
Eftir það er ólífum bætt út á. Það er smekksatriði hvort þú setur olíuna af þeim með eða ekki.
Látið malla áfram á meðan fiskurinn er kryddaður.
Raðið fisknum efst á pönnuna ásamt ferskri steinselju og eldið í 12-15 mínútur á miðlungs hita.
Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón og útbúa ferskt salat og hvítlauksbrauð.
Áður er rétturinn er borinn fram er gott að kreista smá sítrónusafa yfir.
Fleiri uppskriftir má nálgast á vefsíðu hennar, helgamagga.is