Íslenski boltinn

Amanda Andradóttir seld til Hollandsmeistaranna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Amanda Jacobsen Andradóttir hefur verið stórkostleg síðan hún kom til Vals á síðasta ári. 
Amanda Jacobsen Andradóttir hefur verið stórkostleg síðan hún kom til Vals á síðasta ári.  Vísir/Anton Brink

Amanda Jacobsen Andradóttir hefur verið seld frá Val til ríkjandi Hollandsmeistara FC Twente.

Amanda er uppalin hjá Val en fór ung út í atvinnumennsku og spilaði með félögum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hún sneri aftur til Vals frá Kristianstad í fyrra og hefur skorað 23 mörk í 31 leik fyrir félagið síðan þá.

Amanda spilaði með U16 og U17 landsliðum Íslands áður en hún tók stökkið upp í A-landsliðið árið 2022. Hún hefur komið við sögu í 19 landsleikjum og skorað tvö mörk.

FC Twente er ríkjandi meistari í Hollandi og sigursælasta liðið síðan Eredivisie kvenna var stofnuð árið 2007 með níu titla. Liðið er að langmestu leyti skipað Hollendingum en þar má einnig finna tvo Þjóðverja, eina frá Belgíu og aðra frá Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×