Íslenskir ráðamenn verið skammaðir fyrir að senda Trump batakveðju Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2024 21:53 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir árásina í Pennsylvaníu í gær árás á lýðræðið. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar segir skautun í stjórnmálum áhyggjuefni hér á landi sem og í útlöndum. Blammeringar gagnvart íslenskum ráðamönnum fyrir að óska Donald Trump góðs bata í kjölfar skotárásarinnar í gær séu í anda skautunar og hana beri að varast. Skotárás sem gerð var á kosningafundi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta er rannsökuð sem morðtilræði gegn Trump. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. Einn lét lífið í árásinni og tveir liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn, sem er 20 ára gamall, var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að taka undir skilaboð frá okkar ráðamönnum um að þetta sé hræðileg árás og auðvitað árás á lýðræðið. Ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki er það auðvitað, felur það í sér. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með þessu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Telma ræddi við hana í kvöldfréttum. Hún segir sína tilfinningu að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trump, sér í lagi vegna hughrifanna sem myndefni af atvikinu hafi í för með sér. „Þó að maður vilji ekki kannski ekki setja það í samhengi við svona ömurlegan viðburð,“ segir Diljá og bendir á að landsþing Repúblikanaflokksins hefjist á morgun. Heldurðu þá að Trump hafi sigurinn vísan fyrir fram? „Trump er auðvitað mikið ólíkindatól en maður heyrir þennan upptakt varðandi hetjuhljóminn sem hann er að fá frá sínum stuðningsmönnum varðandi það að hann sé útvalinn af guði,“ segir Diljá Mist. Það séu skilaboðin sem sjáist víða á samfélagsmiðlum eftir árásina. „En Bandarísk stjórnmál eru ekki tíðindalaus þannig að ég held það sé ekkert útséð um það.“ Eigum ekki að venjast aukinni öryggisgæslu Aðspurð segir Diljá Mist hugsanlegt að atvikið hafi áhrif út fyrir landsteinana. „Maður hefur áhyggjur af skautun. Og það hefur verið rætt, bæði í aðdraganda þessarar árásar og í Bandarískum stjórnmálum.“ Hún segir gott að heyra sterk skilaboð frá forsvarsmönnum bæði Demókrata og Repúblikana um að nauðsynlegt sé að lækka hitann í stjórnmálaumræðum vestanhafs. „Og ég held við ættum öll að líta okkur nær hvað það varðar. Við erum auðvitað nýbúin að sjá banatilræði gagnvart forsætisráðherra í Evrópulandi,“ segir Diljá Mist. „Nýjasta sem ég sá á samfélagsmiðlum í dag voru einhverjar blammeringar í garð íslenskra ráðamanna fyrir að hafa sent Trump batakveðjur. Mér þykir það einmitt vera í anda þeirrar skautunar sem við eigum sannarlega að reyna að varast hér.“ Heldurðu að þetta muni hafa þau áhrif að öryggisgæsla verði hert á Íslandi? „Við höfum þegar þurft að auka öryggisgæslu mjög á Íslandi, því miður. Og það er þróun sem við eigum ekki að venjast hér og viljum ekki að haldi áfram. En hún er auðvitað ekki í líkingu við það sem er að gerast í Bandaríkjunum.“ Hún minnir á þann gríðarlega viðbúnað sem var þegar Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins. „Það er bara öryggisgæsla sem þekkist ekki hér á landi og vonandi kemur aldrei til þess hér.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Skotárás sem gerð var á kosningafundi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta er rannsökuð sem morðtilræði gegn Trump. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. Einn lét lífið í árásinni og tveir liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn, sem er 20 ára gamall, var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að taka undir skilaboð frá okkar ráðamönnum um að þetta sé hræðileg árás og auðvitað árás á lýðræðið. Ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki er það auðvitað, felur það í sér. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með þessu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Telma ræddi við hana í kvöldfréttum. Hún segir sína tilfinningu að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trump, sér í lagi vegna hughrifanna sem myndefni af atvikinu hafi í för með sér. „Þó að maður vilji ekki kannski ekki setja það í samhengi við svona ömurlegan viðburð,“ segir Diljá og bendir á að landsþing Repúblikanaflokksins hefjist á morgun. Heldurðu þá að Trump hafi sigurinn vísan fyrir fram? „Trump er auðvitað mikið ólíkindatól en maður heyrir þennan upptakt varðandi hetjuhljóminn sem hann er að fá frá sínum stuðningsmönnum varðandi það að hann sé útvalinn af guði,“ segir Diljá Mist. Það séu skilaboðin sem sjáist víða á samfélagsmiðlum eftir árásina. „En Bandarísk stjórnmál eru ekki tíðindalaus þannig að ég held það sé ekkert útséð um það.“ Eigum ekki að venjast aukinni öryggisgæslu Aðspurð segir Diljá Mist hugsanlegt að atvikið hafi áhrif út fyrir landsteinana. „Maður hefur áhyggjur af skautun. Og það hefur verið rætt, bæði í aðdraganda þessarar árásar og í Bandarískum stjórnmálum.“ Hún segir gott að heyra sterk skilaboð frá forsvarsmönnum bæði Demókrata og Repúblikana um að nauðsynlegt sé að lækka hitann í stjórnmálaumræðum vestanhafs. „Og ég held við ættum öll að líta okkur nær hvað það varðar. Við erum auðvitað nýbúin að sjá banatilræði gagnvart forsætisráðherra í Evrópulandi,“ segir Diljá Mist. „Nýjasta sem ég sá á samfélagsmiðlum í dag voru einhverjar blammeringar í garð íslenskra ráðamanna fyrir að hafa sent Trump batakveðjur. Mér þykir það einmitt vera í anda þeirrar skautunar sem við eigum sannarlega að reyna að varast hér.“ Heldurðu að þetta muni hafa þau áhrif að öryggisgæsla verði hert á Íslandi? „Við höfum þegar þurft að auka öryggisgæslu mjög á Íslandi, því miður. Og það er þróun sem við eigum ekki að venjast hér og viljum ekki að haldi áfram. En hún er auðvitað ekki í líkingu við það sem er að gerast í Bandaríkjunum.“ Hún minnir á þann gríðarlega viðbúnað sem var þegar Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins. „Það er bara öryggisgæsla sem þekkist ekki hér á landi og vonandi kemur aldrei til þess hér.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira