Íslenskir ráðamenn verið skammaðir fyrir að senda Trump batakveðju Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2024 21:53 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, segir árásina í Pennsylvaníu í gær árás á lýðræðið. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar segir skautun í stjórnmálum áhyggjuefni hér á landi sem og í útlöndum. Blammeringar gagnvart íslenskum ráðamönnum fyrir að óska Donald Trump góðs bata í kjölfar skotárásarinnar í gær séu í anda skautunar og hana beri að varast. Skotárás sem gerð var á kosningafundi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta er rannsökuð sem morðtilræði gegn Trump. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. Einn lét lífið í árásinni og tveir liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn, sem er 20 ára gamall, var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að taka undir skilaboð frá okkar ráðamönnum um að þetta sé hræðileg árás og auðvitað árás á lýðræðið. Ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki er það auðvitað, felur það í sér. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með þessu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Telma ræddi við hana í kvöldfréttum. Hún segir sína tilfinningu að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trump, sér í lagi vegna hughrifanna sem myndefni af atvikinu hafi í för með sér. „Þó að maður vilji ekki kannski ekki setja það í samhengi við svona ömurlegan viðburð,“ segir Diljá og bendir á að landsþing Repúblikanaflokksins hefjist á morgun. Heldurðu þá að Trump hafi sigurinn vísan fyrir fram? „Trump er auðvitað mikið ólíkindatól en maður heyrir þennan upptakt varðandi hetjuhljóminn sem hann er að fá frá sínum stuðningsmönnum varðandi það að hann sé útvalinn af guði,“ segir Diljá Mist. Það séu skilaboðin sem sjáist víða á samfélagsmiðlum eftir árásina. „En Bandarísk stjórnmál eru ekki tíðindalaus þannig að ég held það sé ekkert útséð um það.“ Eigum ekki að venjast aukinni öryggisgæslu Aðspurð segir Diljá Mist hugsanlegt að atvikið hafi áhrif út fyrir landsteinana. „Maður hefur áhyggjur af skautun. Og það hefur verið rætt, bæði í aðdraganda þessarar árásar og í Bandarískum stjórnmálum.“ Hún segir gott að heyra sterk skilaboð frá forsvarsmönnum bæði Demókrata og Repúblikana um að nauðsynlegt sé að lækka hitann í stjórnmálaumræðum vestanhafs. „Og ég held við ættum öll að líta okkur nær hvað það varðar. Við erum auðvitað nýbúin að sjá banatilræði gagnvart forsætisráðherra í Evrópulandi,“ segir Diljá Mist. „Nýjasta sem ég sá á samfélagsmiðlum í dag voru einhverjar blammeringar í garð íslenskra ráðamanna fyrir að hafa sent Trump batakveðjur. Mér þykir það einmitt vera í anda þeirrar skautunar sem við eigum sannarlega að reyna að varast hér.“ Heldurðu að þetta muni hafa þau áhrif að öryggisgæsla verði hert á Íslandi? „Við höfum þegar þurft að auka öryggisgæslu mjög á Íslandi, því miður. Og það er þróun sem við eigum ekki að venjast hér og viljum ekki að haldi áfram. En hún er auðvitað ekki í líkingu við það sem er að gerast í Bandaríkjunum.“ Hún minnir á þann gríðarlega viðbúnað sem var þegar Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins. „Það er bara öryggisgæsla sem þekkist ekki hér á landi og vonandi kemur aldrei til þess hér.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Skotárás sem gerð var á kosningafundi Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta er rannsökuð sem morðtilræði gegn Trump. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. Einn lét lífið í árásinni og tveir liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn, sem er 20 ára gamall, var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að taka undir skilaboð frá okkar ráðamönnum um að þetta sé hræðileg árás og auðvitað árás á lýðræðið. Ofbeldi gagnvart stjórnmálafólki er það auðvitað, felur það í sér. Þannig að þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með þessu,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Telma ræddi við hana í kvöldfréttum. Hún segir sína tilfinningu að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trump, sér í lagi vegna hughrifanna sem myndefni af atvikinu hafi í för með sér. „Þó að maður vilji ekki kannski ekki setja það í samhengi við svona ömurlegan viðburð,“ segir Diljá og bendir á að landsþing Repúblikanaflokksins hefjist á morgun. Heldurðu þá að Trump hafi sigurinn vísan fyrir fram? „Trump er auðvitað mikið ólíkindatól en maður heyrir þennan upptakt varðandi hetjuhljóminn sem hann er að fá frá sínum stuðningsmönnum varðandi það að hann sé útvalinn af guði,“ segir Diljá Mist. Það séu skilaboðin sem sjáist víða á samfélagsmiðlum eftir árásina. „En Bandarísk stjórnmál eru ekki tíðindalaus þannig að ég held það sé ekkert útséð um það.“ Eigum ekki að venjast aukinni öryggisgæslu Aðspurð segir Diljá Mist hugsanlegt að atvikið hafi áhrif út fyrir landsteinana. „Maður hefur áhyggjur af skautun. Og það hefur verið rætt, bæði í aðdraganda þessarar árásar og í Bandarískum stjórnmálum.“ Hún segir gott að heyra sterk skilaboð frá forsvarsmönnum bæði Demókrata og Repúblikana um að nauðsynlegt sé að lækka hitann í stjórnmálaumræðum vestanhafs. „Og ég held við ættum öll að líta okkur nær hvað það varðar. Við erum auðvitað nýbúin að sjá banatilræði gagnvart forsætisráðherra í Evrópulandi,“ segir Diljá Mist. „Nýjasta sem ég sá á samfélagsmiðlum í dag voru einhverjar blammeringar í garð íslenskra ráðamanna fyrir að hafa sent Trump batakveðjur. Mér þykir það einmitt vera í anda þeirrar skautunar sem við eigum sannarlega að reyna að varast hér.“ Heldurðu að þetta muni hafa þau áhrif að öryggisgæsla verði hert á Íslandi? „Við höfum þegar þurft að auka öryggisgæslu mjög á Íslandi, því miður. Og það er þróun sem við eigum ekki að venjast hér og viljum ekki að haldi áfram. En hún er auðvitað ekki í líkingu við það sem er að gerast í Bandaríkjunum.“ Hún minnir á þann gríðarlega viðbúnað sem var þegar Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins. „Það er bara öryggisgæsla sem þekkist ekki hér á landi og vonandi kemur aldrei til þess hér.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira