Lögreglu bárust fjölda tilkynninga um grunsamlega böggla á svæðinu. Sprengjusérfræðingar voru sendir á vettvang og fundu sprengiefni í bíl Thomasar. Wall street journal greindi upphaflega frá þessu.
Skömmu seinna fundust svo sprengiefni á heimili mannsins, í Butler í Pennsylvaníu.
Thomas Matthew Cooks, sem grunaður er um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær var aðeins tvítugur. New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu.