Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2024 20:04 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og hluti af öspunum, sem standa enn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu. Aspirnar við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyri þjóðvegi eitt í kringum landið voru gróðursettar í eyjarnar um 1990 og hafa sómt sér vel á staðnum. Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin ákváðu hins vegar nýlega að láta saga niður trén og er hluti þeirra horfin en nokkrar aspir standa enn sem á líklega eftir að fella líka með keðjusöginni. „Og í staðin munu koma ný reynitré, svokölluð borgartré eins og það er kallað. Verktakinn hjá Vegagerðinni er núna búin að fjarlægja hluta af öspunum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. „Eftir nokkrar vikur verðum við komin með fallega ásýnd aftur hérna á Austurveginn hjá okkur,” bætir Bragi við. En var komin tími á þessi tré eða hvað? „Já samkvæmt fagaðilum þá voru þær búnar að vera hér í tugi ára, vaxa mjög vel og dafna, þá voru þær komnar á tíma, það var eiginlega eins og þeir sögðu, hætta ef það kæmi bara mikill hvellur eða stormur, þá væri raunveruleg hætta á að þær gætu gefið sig og lagst á veginn. Þetta er bæði umferðaröryggismál og bara að við viljum alltaf reyna að fegra bæinn og þetta er svona hluti af því,” segir Bragi. Og hér sést svæðið eins og það er í dag eftir að aspirnar voru sagaðar niður. Reyniviður mun koma þarna í staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skynjar Bragi tóninn hjá bæjarbúum, eru þeir fegnir að losna við aspirnar eða er fólk leidd yfir því? „Ég heyri frekar almenna ánægju eftir að við sýndum myndirnar hvernig þetta gæti litið út á eftir en auðvitað er sál, sem fylgir trjám og maður skilur það mjög vel að það eru ekkert allir sáttir.” Og svo á að setja upp öryggisgirðingu í beðið þar sem aspirnar stóðu. Búið er að saga niður og fjarlægja allar þessar aspir við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyrðu þjóðvegi númer eitt í gegnum Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum auðvitað að reyna að auka öryggi, að fólk nýti sér gangbrautirnar í staðin fyrir það að hlaupa yfir. Það er gríðarleg mikil umferð í kringum hringtorgið og í kringum miðbæ Selfoss, þannig að þetta á líka að vera umferðisöryggisatriði hvað það varðar að við verðum að nýta okkur gangbrautirnar en ekki hlaupa yfir þar sem best er,” segir Bragi bæjarstjóri í Árborg. Svona mun svæðið líta út með nýju trjánum og öryggisgirðingunni.Aðsend Árborg Umferðaröryggi Tré Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Aspirnar við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyri þjóðvegi eitt í kringum landið voru gróðursettar í eyjarnar um 1990 og hafa sómt sér vel á staðnum. Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin ákváðu hins vegar nýlega að láta saga niður trén og er hluti þeirra horfin en nokkrar aspir standa enn sem á líklega eftir að fella líka með keðjusöginni. „Og í staðin munu koma ný reynitré, svokölluð borgartré eins og það er kallað. Verktakinn hjá Vegagerðinni er núna búin að fjarlægja hluta af öspunum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. „Eftir nokkrar vikur verðum við komin með fallega ásýnd aftur hérna á Austurveginn hjá okkur,” bætir Bragi við. En var komin tími á þessi tré eða hvað? „Já samkvæmt fagaðilum þá voru þær búnar að vera hér í tugi ára, vaxa mjög vel og dafna, þá voru þær komnar á tíma, það var eiginlega eins og þeir sögðu, hætta ef það kæmi bara mikill hvellur eða stormur, þá væri raunveruleg hætta á að þær gætu gefið sig og lagst á veginn. Þetta er bæði umferðaröryggismál og bara að við viljum alltaf reyna að fegra bæinn og þetta er svona hluti af því,” segir Bragi. Og hér sést svæðið eins og það er í dag eftir að aspirnar voru sagaðar niður. Reyniviður mun koma þarna í staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skynjar Bragi tóninn hjá bæjarbúum, eru þeir fegnir að losna við aspirnar eða er fólk leidd yfir því? „Ég heyri frekar almenna ánægju eftir að við sýndum myndirnar hvernig þetta gæti litið út á eftir en auðvitað er sál, sem fylgir trjám og maður skilur það mjög vel að það eru ekkert allir sáttir.” Og svo á að setja upp öryggisgirðingu í beðið þar sem aspirnar stóðu. Búið er að saga niður og fjarlægja allar þessar aspir við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyrðu þjóðvegi númer eitt í gegnum Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum auðvitað að reyna að auka öryggi, að fólk nýti sér gangbrautirnar í staðin fyrir það að hlaupa yfir. Það er gríðarleg mikil umferð í kringum hringtorgið og í kringum miðbæ Selfoss, þannig að þetta á líka að vera umferðisöryggisatriði hvað það varðar að við verðum að nýta okkur gangbrautirnar en ekki hlaupa yfir þar sem best er,” segir Bragi bæjarstjóri í Árborg. Svona mun svæðið líta út með nýju trjánum og öryggisgirðingunni.Aðsend
Árborg Umferðaröryggi Tré Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira