Segir „óeðlilegan hagsmunaárekstur“ við mat á sakhæfi áhyggjuefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 20:00 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Ívar Fannar Það tíðkast að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga. Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira