Segir „óeðlilegan hagsmunaárekstur“ við mat á sakhæfi áhyggjuefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 20:00 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Ívar Fannar Það tíðkast að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga. Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Umræða um geðheilbrigði fanga er ekki ný af nálinni en formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segist merkja mikla hnignun á andlegri heilsu fanga sem hafa verið lengi í afplánun og þeirra sem sátu inni á tímum heimsfaraldurs. „Við vöruðum viðþessu á sínum tíma. Þáverandi dómsmálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þetta og gaf lítið fyrir okkar skoðanir en nú er bara staðreyndin að koma í ljós. Þetta er mjög alvarlegt ástand og mikiðáhyggjuefni hvað við sjáum marga sem eru að fara mjög alvarlega núna út úr sinni fangavist,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Stjórnvöld séu að einhverju leiti að taka við sér. En í sumum tilfellum sé brugðist við of seint. „Það skortir ekki á vilja hjá fangelsismálayfirvöldum og í raun og veru er heilbrigðisráðherrann í dag með nefndir eða vinnuhópa sem eru að vinna akkúrat íþessum málum. Það má hrósa þeim fyrir hvaðþeir eru að bregðast við núna. En vandamálið er aðþað er bara allt of seint og þar má kenna um þeim sem stjórna fangelsismálum íþví ráðuneyti áður fyrr og á tímum covid þegar var verið að benda áþessa hluti,“ segir Guðmundur. „Óeðlileg“ staða við mat á sakhæfi Nokkur umræða hefur jafnframt skapast að undanförnu um mat á sakhæfi og hvernig því er háttað við meðferð sakamála hér á landi. Við mat á sakhæfi fyrir dómstólum eru geðlæknar stundum kvaddir fyrir dóm til að leggja faglegt mat á sakhæfi einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot. Dómstólar hafa þó endanlegt úrskurðarvald viðákvörðun um sakhæfi, þótt mat geðlæknis sé oft haft að leiðarljósi. Það hvort einstaklingur er metinn sakhæfur eða ekki ræður svo því hvort viðkomandi sé vistaður í fangelsi eða öðru úrræði á borð við réttargeðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa einstaklinga. „Það er svolítið slæm staða áþví líka en það er kannski því um að kenna, það er smæðin. Við erum svo fá og það eru svo fáir geðlæknar sem taka að sér geðhæfismat. Og þar af leiðandi eru þetta oft sömu einstaklingarnir sem eru aðákveða sakhæfi og hvort þeir eigi síðan að vera hjá sinni stofnun eða einhvers staðar annarsstaðar og það er óeðlilegt að okkar mati og þarf að laga. En það er erfitt,“ segir Guðmundur Ingi. Þetta segir hann að feli „klárlega“í sér ákveðinn hagsmunaárekstur. Þetta skapi aðstæður þar sem geðlæknir er íþeirri stöðu að leggja mat á einstakling fyrir dómi, sem beinlínis getur haft áhrif áákvörðun um sakhæfi og það hvort viðkomandi verði skjólstæðingur sama læknis á réttargeðdeild. Guðmundur segir að Afstaða hafi gert athugasemdir viðþetta áýmsum vettvangi, meðal annars í greinaskrifum, á læknadögum og á fundum og í vinnuhópum á vegum ráðuneyta sem samtökin taka þátt í. Þá segir Guðmundur stöðu andlega veikra fanga sem vistaðir eru íöryggisklefum fangelsa vera sorglega. „Þá eru þeir vistaðir með ekki stól, ekki klukku og ekki gluggatjöld og þetta getur verið hættulegt og er í raun og veru pyndingar og er ekki til þess að lækna fólk, fólk kemur ekki betra úr þessum aðstæðum,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Geðheilbrigði Dómstólar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira