Brutu sennilega samkeppnislög með ótímabærri markaðssetningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 22:22 Síminn hf undirritaði kaupsamning í júní um kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem heldur utan um innlendan rekstur Noona Labs ehf. Til stendur að Síminn Pay, dótturfyrirtæki Símans, muni stýra sameiginlegum rekstri fyrirtækjanna. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert Símanum hf. og Noona labs að stöðva markaðssetningu sem felur í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna. Í þessu máli var afstaða tekin til erindis Dineout ehf., um að SKE taki ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots þeirra gegn banni samkeppnislaga við því að framkvæma samruna áður en SKE hefur fjallað um hann. Markaðssetning hafi verið viðhöfð, sem brjóti gegn þessu banni. Fréttin hefur verið uppfærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að fullbúin tilkynning um kaup Símans á öllu hlutafé Noona hafi verið tilkynnt Samkeppniseftirlitinu þann 4. júlí, og athugun eftirlitsins sé því nýhafin. Fari kaupin fram sem skyldi, mun Síminn taka yfir allan rekstur Noona labs á Íslandi. Þá segir að gögn gefi til kynna að samrunaaðilar hafi þegar hafið markaðssetningu gagnvart nýjum viðskiptavinum á grundvelli samrunans. Gögnin gefi jafnframt til kynna að Noona hafi náð til sín nýjum viðskiptavinum á grundvelli þessarar markaðssetningar. „Í samkeppnisrétti ESB/EES og íslenskum rétti er lögð á það áhersla að samrunafyrirtæki framkvæmi ekki samruna fyrr en samkeppnisyfirvöld hafa haft tækifæri til að rannsaka samkeppnisleg áhrif hans lögum samkvæmt,“ segir í mati eftirlitsins. Þess vegna sé mælt fyrir um skyldu Símans og Noona að láta af allri markaðssetningu á grundvelli samrunans. „Með bráðabirgðaákvörðun þessari er leitast við að tryggja að framkvæmd samrunans sé stöðvuð á meðan eftirlitið fjallar um hann. Í framhaldinu mun Samkeppniseftirlitið taka hin sennilegu brot til nánari rannsóknar,“ segir Samkeppniseftirlitið. Tekið er skýrt fram að í ákvörðuninni felist engin afstaða til kaupa Símans á Noona. Rannsókn sé á fyrstu stigum. Samkeppnismál Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að fullbúin tilkynning um kaup Símans á öllu hlutafé Noona hafi verið tilkynnt Samkeppniseftirlitinu þann 4. júlí, og athugun eftirlitsins sé því nýhafin. Fari kaupin fram sem skyldi, mun Síminn taka yfir allan rekstur Noona labs á Íslandi. Þá segir að gögn gefi til kynna að samrunaaðilar hafi þegar hafið markaðssetningu gagnvart nýjum viðskiptavinum á grundvelli samrunans. Gögnin gefi jafnframt til kynna að Noona hafi náð til sín nýjum viðskiptavinum á grundvelli þessarar markaðssetningar. „Í samkeppnisrétti ESB/EES og íslenskum rétti er lögð á það áhersla að samrunafyrirtæki framkvæmi ekki samruna fyrr en samkeppnisyfirvöld hafa haft tækifæri til að rannsaka samkeppnisleg áhrif hans lögum samkvæmt,“ segir í mati eftirlitsins. Þess vegna sé mælt fyrir um skyldu Símans og Noona að láta af allri markaðssetningu á grundvelli samrunans. „Með bráðabirgðaákvörðun þessari er leitast við að tryggja að framkvæmd samrunans sé stöðvuð á meðan eftirlitið fjallar um hann. Í framhaldinu mun Samkeppniseftirlitið taka hin sennilegu brot til nánari rannsóknar,“ segir Samkeppniseftirlitið. Tekið er skýrt fram að í ákvörðuninni felist engin afstaða til kaupa Símans á Noona. Rannsókn sé á fyrstu stigum.
Samkeppnismál Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira