„Hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:03 Alexandra Jóhannsdóttir byggir upp eina af sóknum íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eitt marka íslenska sem vann frækinn sigur gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna í Laugardalnum í kvöld. Alexandra er á leið með Íslandi á Evrópumótið en liðið er að fara þangað í fimmta skiptið í röð. „Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
„Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira