Laxinn bókstaflega gusast upp í Elliðaárnar Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 15:49 Þessi lax, ásamt fjölda bræðra sinna og systra, tók strauið upp Elliðaárnar í dag. Svavar Hávarðsson blaðamaður og kunnur veiðimaður var að fylgjast með löxum sem ganga upp Elliðaárnar og rak upp stór augu. „Þessi ganga sem er að ryðjast upp í Elliðaárnar núna fer sennilega í sögubækurnar – 226 laxar í gegnum teljara frá miðnætti þegar þetta er skrifað klukkan 14:56. Með ólíkindum,“ skrifar Svavar og birtir myndbandsupptöku af því þegar laxinn ryðst í gegnum göng þar sem búið er að koma fyrir tökuvél. Hér má sjá þrjá laxa troða sér í gegnum teljarann. Þessi mynd er frá 2022 og eru þessir laxar merktir.Jóhannes sturlaugsson Árni Kristinn Skúlason hjá Stangveiðifélaginu segir þetta magnað. „Já! Þetta er mjög öflug ganga. Ég veit ekki alveg hvernig þetta er í samanburði við síðustu ár en þetta er hörku hörku ganga. það eru komnir yfir þúsund fiskar í gegnum teljarann, frá í vor.“ Spurður hvort það stefndi í metár í laxveiðinni þetta árið taldi Árni Kristinn blaðamann vera kominn heldur betur fram úr sér. „En þetta byrjar vel, þetta sumar.“ Fyrirtækið Laxfiskar gegnir rannsóknum á lífsháttum íslenskra ferskvatnsfiska, þar á meðal í Elliðaánum og heldur þar meðal annars utan um fiskiteljara. Teljarinn er staðsettur á móts við gömlu rafstöðina. Lax Stangveiði Reykjavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Þessi ganga sem er að ryðjast upp í Elliðaárnar núna fer sennilega í sögubækurnar – 226 laxar í gegnum teljara frá miðnætti þegar þetta er skrifað klukkan 14:56. Með ólíkindum,“ skrifar Svavar og birtir myndbandsupptöku af því þegar laxinn ryðst í gegnum göng þar sem búið er að koma fyrir tökuvél. Hér má sjá þrjá laxa troða sér í gegnum teljarann. Þessi mynd er frá 2022 og eru þessir laxar merktir.Jóhannes sturlaugsson Árni Kristinn Skúlason hjá Stangveiðifélaginu segir þetta magnað. „Já! Þetta er mjög öflug ganga. Ég veit ekki alveg hvernig þetta er í samanburði við síðustu ár en þetta er hörku hörku ganga. það eru komnir yfir þúsund fiskar í gegnum teljarann, frá í vor.“ Spurður hvort það stefndi í metár í laxveiðinni þetta árið taldi Árni Kristinn blaðamann vera kominn heldur betur fram úr sér. „En þetta byrjar vel, þetta sumar.“ Fyrirtækið Laxfiskar gegnir rannsóknum á lífsháttum íslenskra ferskvatnsfiska, þar á meðal í Elliðaánum og heldur þar meðal annars utan um fiskiteljara. Teljarinn er staðsettur á móts við gömlu rafstöðina.
Lax Stangveiði Reykjavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira