Viðar „Enski“ Skjóldal látinn Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 10:41 Viðar „Enski“ Skjóldal andaðist í svefni að heimili sínu á Spáni. Hann var einstakur maður og eftirminnilegur. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið. Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur. Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur.
Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira