Erfitt að skiljast ekki að í átökunum og þúsunda saknað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 10:28 Fjöldi fólks hefur verið á vergangi frá því að átökin brutust út og neyðst til að þvælast fram og til baka á svæðinu eftir því hvar sprengjum rignir niður hverju sinni. AP/Abdel Kareem Hana Samkvæmt Alþjóðanefnd Rauða krossins hafa nefndinni borist tilkynningar um 6.400 einstaklinga sem enn er saknað á Gasa. Talið er að margir af þeim hafi grafist undir rústum, verið jarðsettir í ómerktum gröfum eða séu í haldi Ísraelsmanna. Um það bil 1.100 mál hafa borist nefndinni frá því í apríl. Að sögn Söruh Davies, talsmanni ICRC, hringja um það bil 500 til 2.500 einstaklingar í neyðarlínur nefndarinnar í viku hverri en langflest símtölin varða einstaklinga sem er saknað. Fjöldinn sveiflast nokkuð að sögn Davies en fleiri tilkynningar berast þegar átök brjótast út þar sem margir eru saman komnir og þegar tilskipanir um rýmingu berast í aðdraganda aðgerða. „Því miður þá er auðvelt fyrir fólk að skiljast að í ringulreiðinni. Fólk er hrætt, stundum er myrkur og erfitt að sjá til, ef það eru sprengingar þá flýr fólk og týnir hvort öðru,“ segir hún. Þá liggi ekki alltaf fyrir hvar fólk endar ef það er flutt á brott í sjúkrabifreiðum, til að mynda. Um það bil 2.300 mál sem komið hafa inn á borð ICRC hefur verið lokað, þannig að viðkomandi fannst annað hvort á lífi eða látinn. Samtökin Save the Children hafa bent á að þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hefðu aðföng til að standa í björgunarstörfum væri það ómögulegt vegna yfirstandandi átaka. Muhammad Naji, íbúi í al-Falluja í norðurhluta Gasa, segir björgunarmönnum hafa tekist að bjarga átta úr húsarústum eftir nýlega árás. Sautján séu hins vegar taldir fastir og frændsystkina Naji er saknað. „Við vitum ekkert um þau,“ segir hann. „Byggingin hrundi á höfuðið á þeim. Eru þau látin? Eru þau lifandi? Enginn getur sagt okkur neitt. Ef frændsystkini mín eru dáin viljum við grafa þau. Við getum hvorki hugsað né skilið.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Ísrael Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Um það bil 1.100 mál hafa borist nefndinni frá því í apríl. Að sögn Söruh Davies, talsmanni ICRC, hringja um það bil 500 til 2.500 einstaklingar í neyðarlínur nefndarinnar í viku hverri en langflest símtölin varða einstaklinga sem er saknað. Fjöldinn sveiflast nokkuð að sögn Davies en fleiri tilkynningar berast þegar átök brjótast út þar sem margir eru saman komnir og þegar tilskipanir um rýmingu berast í aðdraganda aðgerða. „Því miður þá er auðvelt fyrir fólk að skiljast að í ringulreiðinni. Fólk er hrætt, stundum er myrkur og erfitt að sjá til, ef það eru sprengingar þá flýr fólk og týnir hvort öðru,“ segir hún. Þá liggi ekki alltaf fyrir hvar fólk endar ef það er flutt á brott í sjúkrabifreiðum, til að mynda. Um það bil 2.300 mál sem komið hafa inn á borð ICRC hefur verið lokað, þannig að viðkomandi fannst annað hvort á lífi eða látinn. Samtökin Save the Children hafa bent á að þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hefðu aðföng til að standa í björgunarstörfum væri það ómögulegt vegna yfirstandandi átaka. Muhammad Naji, íbúi í al-Falluja í norðurhluta Gasa, segir björgunarmönnum hafa tekist að bjarga átta úr húsarústum eftir nýlega árás. Sautján séu hins vegar taldir fastir og frændsystkina Naji er saknað. „Við vitum ekkert um þau,“ segir hann. „Byggingin hrundi á höfuðið á þeim. Eru þau látin? Eru þau lifandi? Enginn getur sagt okkur neitt. Ef frændsystkini mín eru dáin viljum við grafa þau. Við getum hvorki hugsað né skilið.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Ísrael Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira