Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu.
„Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá.
Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.”
— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024
pic.twitter.com/VVSuMfCQRH
Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki.
Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga.
Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself
— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024
"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1
Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump.
Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum.
„Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum.