Staðan ekki jafnsvört og sumir vilji meina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2024 14:56 Icelandair flugvéla að lenda í Keflavík Vísir/Vilhelm Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira