Staðan ekki jafnsvört og sumir vilji meina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2024 14:56 Icelandair flugvéla að lenda í Keflavík Vísir/Vilhelm Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira