Spyr hvort Íslendingar megi einir nauðga á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 12:05 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Vísir/Vilhelm „Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni?“ Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira