Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2024 11:24 Í fimm sundlaugum höfuðborgarinnar er hægt að komast í sánu, í Vesturbæjarlaug, Sundhöllinni, Klébergslaug, Grafarvogslaug og Breiðholtslaug. Sú síðastnefnda var valin sú besta af finnska sendiráðinu fyrir tveimur árum. Vísir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið.
Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira