„Stund sannleikans að renna upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júlí 2024 11:01 Arnar Gunnlaugsson hefur trú á því að Víkingar komist í næstu umferð í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Bjarni Næstu vikurnar verða strembnar hjá Víkingum en liðið leikur bæði í Evrópukeppni, Bestudeildinni og framundan er bikarúrslitaleikur í ágúst. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti