Búið að afvopna neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 20:22 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Ívar Fannar Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín. Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í mars voru ný umdeild búvörulög samþykkt á þingi. Breytingartillagan var lögð fram af þáverandi matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og gaf bændum undanþágu frá samkeppnislögum. Tillagan var send til atvinnuveganefndar þar sem Þórarinn Ingi Pétursson fer með formennsku. Þar sat einnig Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem nú er matvælaráðherra. Frumvarpið var gjörbreytt þegar það kom úr nefndinni og leyfði kjötafurðarstöðvum að sameinast án aðkomu Samkeppniseftirlitsins. Það var gagnrýnt af fjölmörgum. Nú, fjórum mánuðum eftir samþykkt nýtti fyrsta fyrirtækið sér nýju lögin. Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska. 43 prósent þess er í eigu Búsældar en Þórarinn Ingi á þar 0,6 prósenta hlut ásamt konu sinni. Þórarinn segir eignarhald sitt alltaf hafa legið fyrir. „Ég get ekki séð það með nokkru einasta móti hvernig í ósköpunum það á að vera tortryggilegt. Vissulega er ég bóndi og þekki ágætlega til en allt annað, ég vísa þeirri umræðu til föðurhúsanna,“ segir Þórarinn. Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm Hjónin eiga eftir að ákveða hvort þau selji eignarhlut sinn til KS. Eign hans hafi ekki haft áhrif á störfin. „Mér er ekki kunnugt um að þessar umræður hafi verið komnar af stað þegar við vorum að vinna frumvarpið,“ segir Þórarinn. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í atvinnuveganefnd, segir ámælisvert að félögin renni saman án skoðunar samkeppnisyfirvalda. „Það er búið að taka vopnið, ég myndi ekki segja vopnið frá Samkeppniseftirlitinu heldur það er búið að taka vopnið frá neytendum og raunverulega frá bændum því það er engin greiningarvinna á bak við þetta, hvort þetta muni verða þeim til hagsbóta,“ segir Hanna. Hún vonast til að lögin verði endurskoðuð. „Ef við ætlum að fara að kippa ákvæðum samkeppnislaga, þessu gríðarlega sterka tóli sem við eigum fyrir almenning, úr sambandi fyrir eitthvað sem er ekki endilega ágætt. Þá erum við á rangri leið,“ segir Hanna Katrín.
Skagafjörður Matvælaframleiðsla Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent