Nýta undanþágu til að fá Jason Daða til Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 17:16 Jason Daði í leik gegn Gent í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Enska D-deildarliðið Grimsby Town nýtir sér undanþágu til að sækja hægri vængmanninn Jason Daða Svanþórsson. Það stefnir í að Mosfellingurinn verði leikmaður félagsins fyrr en seinna. Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira