Við hefjum þó leik á Vodafone Sport strax klukkan 10:00 þegar sýnt verður frá Premier Padel og klukkan 22:30 eigast Tigers og Guardians við á sömu rás í MLB-deildinni í hafnabolta.
Bein útsending frá viðureign FH og KA í Bestu-deild karla hefst hins vegar klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport áður en Stúkan tekur við og fer yfir allt það helsta úr liðinni umferð.
Þrátt fyrir gott gengi í bikarnum eru KA-menn í basli í deildinni og aðeins markatalan heldur þeim fyrir ofan fallsvæðið.