Reikna með að hefja formlegar sameiningarviðræður í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júlí 2024 12:59 Aðeins um sjötíu íbúar eru skráðir til heimilis í Skorradalshreppi en oddviti telur raunverulegan fjölda íbúa vera lægri. Vísir/Jóhann K. Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fimmtudaginn að hefja formlegar sameiningarviðræður. Bókun þess efnis var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafði þegar samþykkt samhljóða þann 13. júní að hefja formlegar viðræður. Innan við sjötíu íbúar Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir að óformlegum viðræðum hafi lokið í vor. Næsta skref hafi verið að greiða atkvæði um það í sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður. „Þetta reyndar þarf að fara fyrir tvær umræður, hverjir sitja í samstarfshópnum, þannig það verða greidd atkvæði um það aftur núna í sumar. Svo reikna ég með að formlegar viðræður hefjist með haustinu þegar sumarfríum og öðru slíku líkur hjá fólki,” segir Jón Eiríkur. Samstarfsnefnd verður falið að kanna möguleika sameiningar og í bókunum sveitarfélaganna tveggja um málið er því einnig beint til nefndarinnar að leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. „Svo endar þetta að sjálfsögðu alltaf með íbúakosningu þar sem að íbúarnir eiga alltaf síðasta orðið í þessu máli,” segir Jón Eiríkur. Skorradalshreppur er fámennt sveitarfélag sem þegar kaupir flesta grunnþjónustu, svo sem skóla- og slökkviliðsþjónustu, af Borgarbyggð í gegnum þjónustusamning. „Við erum skráð hér um sjötíu en það er kannski ekki einu sinni rauntala, við erum færri vil ég segja,“ segir Jón. Segja varaoddvita „undir húsbóndavaldi“ Borgarbyggðar Í bókun frá minnihluta hreppsnefndar sem birt er í fundargerð frá því á fimmtudag eru gerðar athugasemdir við skipun verkefnastjórnar vegna sameiningarviðræðna. Því haldið fram að Guðný Elíasdóttir, varaoddviti sveitarfélagsins, sé vanhæf til að greiða atkvæði um að hefja formlegar viðræður, á þeim forsendum að hún sé starfsmaður hjá Borgarbyggð. Því er haldið fram í bókuninni að Guðný sé „undir húsbóndavaldi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og þannig ekki hæf að gæta hagsmuna Skorradalshrepps,” eins og það er orðað í bókuninni en undir hana rita Pétur Davíðsson og Sigrún G. Þormar hreppsnefndarfulltrúar. Á þessi sjónarmið féllst meirihlutinn ekki, sem telur Guðnýju hæfa til að greiða atkvæði um tillöguna. Í annarri bókun áskilur minnihlutinn sér þann rétt að beina því til innviðaráðuneytisins að fá skorið úr um hæfi varaoddvitans Skiptar skoðanir hafa verið innan sveitarfélagsins um sameiningu. „Það er svo sem bara eins og það er, fólk hefur einhverja misjafna sýn á það hvort það eigi að fara í þessa vegferð eða ekki en meirihlutinn af okkar hóp telur svo vera, að þetta sé kannski það sem réttast er í stöðunni,“ segir Jón Eiríkur.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira