Miklar framkvæmdir á Kirkjubæjarklaustri fyrir unga fólkið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 09:04 Það er allt að gerast á Kirkjubæjarklaustri þegar íþrótta- og æskulýðsmál eru annars vegar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið af uppbyggingu góðrar íþrótta- og æskulýðsaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri eins og nú, en gott dæmi um það er upphitaður körfuboltavöllur, sem hægt er að breyta í blakvöll. „Hér erum við að fá nýjan körfuboltavöll, körfuboltavöllur með sex körfum. Hann verður upphitaður þannig að það verður hægt að stunda hér körfubolta allan ársins hring. Svo ráðgerum við líka að hanna hann þannig að hægt sé að stilla upp í til dæmis blak hér á vellinum og eins líka sport, sem er mjög vinsælt hérna núna og heitir Ringó,” segir Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps. Sigurður segir ótrúlegt margt í boði á Kirkjubæjarklaustri þegar um er að ræða íþrótta- og æskulýðsmál enda krakkarnir duglegir að taka þátt. Fótboltinn sé til dæmis alltaf mjög vinsæll. En hvað eru vinsælustu íþróttagreinarnar? „Núna eru það boltagreinarnar, körfuboltinn mjög sterkur og eins fótboltinn alltaf vinsæll. Svo erum við líka með blak og karate í gangi.” Og eru þetta krakkar á öllum aldri, stelpur og strákar í íþróttum? „Já það er það. Kannski mætti vera meira af stelpum en þær eru svona eins og oft vill verða kannski að mæta meira þegar þær eru yngri en svo þegar þær fara að eldast og komast á unglingsárin þá kannski falla þær út en það er þekkt vandamál á landsvísu. En yfir heildina er mjög góð þátttaka eins og síðasta vetur en þá vorum við með 38 af 43 börnum á grunnskólaaldri á einhverjum íþróttaæfingum, sem er náttúrulega bara glæsilegt,” segir Sigurður Eyjólfur. Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, sem er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftárhreppur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
„Hér erum við að fá nýjan körfuboltavöll, körfuboltavöllur með sex körfum. Hann verður upphitaður þannig að það verður hægt að stunda hér körfubolta allan ársins hring. Svo ráðgerum við líka að hanna hann þannig að hægt sé að stilla upp í til dæmis blak hér á vellinum og eins líka sport, sem er mjög vinsælt hérna núna og heitir Ringó,” segir Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps. Sigurður segir ótrúlegt margt í boði á Kirkjubæjarklaustri þegar um er að ræða íþrótta- og æskulýðsmál enda krakkarnir duglegir að taka þátt. Fótboltinn sé til dæmis alltaf mjög vinsæll. En hvað eru vinsælustu íþróttagreinarnar? „Núna eru það boltagreinarnar, körfuboltinn mjög sterkur og eins fótboltinn alltaf vinsæll. Svo erum við líka með blak og karate í gangi.” Og eru þetta krakkar á öllum aldri, stelpur og strákar í íþróttum? „Já það er það. Kannski mætti vera meira af stelpum en þær eru svona eins og oft vill verða kannski að mæta meira þegar þær eru yngri en svo þegar þær fara að eldast og komast á unglingsárin þá kannski falla þær út en það er þekkt vandamál á landsvísu. En yfir heildina er mjög góð þátttaka eins og síðasta vetur en þá vorum við með 38 af 43 börnum á grunnskólaaldri á einhverjum íþróttaæfingum, sem er náttúrulega bara glæsilegt,” segir Sigurður Eyjólfur. Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, sem er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skaftárhreppur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira