Laufey í banastuði í Reykjavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júlí 2024 12:46 Laufey skemmti sér vel í gærkvöldi. instagram Tónlistarkonan Laufey Lín er stödd á Íslandi í kærkomnu fríi eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi. Laufey hefur komið víða við og látið sjá sig meðal annars í Melabúðinni og skemmtistaðnum Röntgen. Ljóst er að aðdáendur tónlistarkonunnar mögnuðu sem vann til Grammy verðlauna í vetur fyrir plötu sína Bewitched er ekki bundin við aldur eða kyn. Þannig heyrði fréttastofa af þrettán ára strák sem tók á sprett út í Melabúð á fimmtudagskvöld þegar hann fékk veður af því að Laufey væri að versla. Eftirminnilegt augnablik fyrir ungan aðdáanda Laufey reyndist vera með Lin Wei móður sinni og lét sig ekki muna um að stilla sér upp á mynd með aðdáandanum unga. Eftirminnilegt augnablik fyrir ungan aðdáanda en Laufey hefur náð til unga fólksins á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún hefur slegið í geng. Laufey gerði sig prúðbúna áður en hún hélt niður í miðbæ Reykjavíkur.instagram Svipað var uppi á teningnum í gær þegar Laufey spígsporaði um miðbæ Reykjavíkur og var endurtekið stöðvuð og beðin um myndatöku af fólki á öllum aldri. Laufey sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá göngutúr sínum og þar á meðal leikskólanum sem hún gekk í sem barn, Laufásborg. Jós lofi yfir Laufeyju Tónlistarkonan skellti sér út á lífið í gærkvöldi og var einn viðkomustaðurinn Röntgen við Hverfisgötu þar sem sjá mátti þekkt andlit á borð við Emmsjé Gauta og Steinda Jr. Laufey birti þessa prýðilegu mynd af Þjóðleikhúsinu sem hún tók frá tröppunum við Röntgen.instagram Þar var líka Eyjólfur Sverrisson fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Skipti engum toga því Eyjólfur virtist að sögn fulltrúa Vísis á staðnum svo spenntur yfir Laufeyju að hann gat ekki hætt að ausa hana lofi. Eftirminnilegt kvöld fyrir Eyjólf sem vafalítið skellir Laufeyju á fóninn í dag. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira
Ljóst er að aðdáendur tónlistarkonunnar mögnuðu sem vann til Grammy verðlauna í vetur fyrir plötu sína Bewitched er ekki bundin við aldur eða kyn. Þannig heyrði fréttastofa af þrettán ára strák sem tók á sprett út í Melabúð á fimmtudagskvöld þegar hann fékk veður af því að Laufey væri að versla. Eftirminnilegt augnablik fyrir ungan aðdáanda Laufey reyndist vera með Lin Wei móður sinni og lét sig ekki muna um að stilla sér upp á mynd með aðdáandanum unga. Eftirminnilegt augnablik fyrir ungan aðdáanda en Laufey hefur náð til unga fólksins á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún hefur slegið í geng. Laufey gerði sig prúðbúna áður en hún hélt niður í miðbæ Reykjavíkur.instagram Svipað var uppi á teningnum í gær þegar Laufey spígsporaði um miðbæ Reykjavíkur og var endurtekið stöðvuð og beðin um myndatöku af fólki á öllum aldri. Laufey sýndi fylgjendum sínum á Instagram frá göngutúr sínum og þar á meðal leikskólanum sem hún gekk í sem barn, Laufásborg. Jós lofi yfir Laufeyju Tónlistarkonan skellti sér út á lífið í gærkvöldi og var einn viðkomustaðurinn Röntgen við Hverfisgötu þar sem sjá mátti þekkt andlit á borð við Emmsjé Gauta og Steinda Jr. Laufey birti þessa prýðilegu mynd af Þjóðleikhúsinu sem hún tók frá tröppunum við Röntgen.instagram Þar var líka Eyjólfur Sverrisson fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Skipti engum toga því Eyjólfur virtist að sögn fulltrúa Vísis á staðnum svo spenntur yfir Laufeyju að hann gat ekki hætt að ausa hana lofi. Eftirminnilegt kvöld fyrir Eyjólf sem vafalítið skellir Laufeyju á fóninn í dag.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira