Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2024 21:54 Biden flutti ræðu á kosningafundi í Wisconsin í dag sem þótti mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. Á fundinum minntist Biden á framgöngu sína í fyrri kappræðum kosninganna sem fóru fram í síðustu viku. Hann er sagður hafa misst þráðinn stöðugt, átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og farið úr einu í annað. „Síðan þá hefur fólk velt fyrir sér hvað ég ætli að gera. Hér er svarið mitt við því, ég er í framboði og ég er að fara að sigra aftur,“ sagði Biden á kosningafundinum í borginni Madison. Í umfjöllum BBC segir að ræða Biden hafi verið mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum á CNN. Hún komi á mikilvægum tíma í kosningabaráttu Biden, þegar margir af hann stuðningsmönnum íhuga hvort þeir geti haldið áfram að styðja hann. Einn áheyrandi á kosningafundinum hélt á skilti sem á stóð: „Láttu kyndilinn ganga, Joe!“. Á öðru skilti stóð: „Bjargaðu arfleið þinni, stígðu til hliðar!“. Biden vakti athygli á þessum skiltum og sagðist sífellt heyra um hve gamall hann væri. Þrátt fyrir háan aldur hafi hann áorkað miklu í embætti. „Var ég of gamall til að skapa fimmtán milljón störf? [...] Var ég of gamall til að fella niður námslánaskuldir fyrir fimm milljónir Bandaríkjamanna?“ sagði hann. Demókrataflokkurinn hefur sætt miklum þrýstingi úr ýmsum áttum um að velja sér nýjan frambjóðanda vegna hás aldurs Biden og sýnilegra ummerkja um hrakandi heilsu hans. Þrýstingurinn virðist hafa aukist eftir fyrri kappræðurnar, en niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var meðal almennings í Bandaríkjunum benda til þess að 72 prósent kjósenda telja Biden ekki hafa vitsmunalega getu til að sinna embættinu. Í gær viðurkenndi Biden í viðtali að hann hefði klúðrað kappræðunum en skellti skuldinni á flugþreytu, of þétta dagskrá og svefnleysi. Hann hafi ekki hlustað á starfsfólkið sitt og næstum sofnað í sjónvarpssal. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04 „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 „Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Á fundinum minntist Biden á framgöngu sína í fyrri kappræðum kosninganna sem fóru fram í síðustu viku. Hann er sagður hafa misst þráðinn stöðugt, átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og farið úr einu í annað. „Síðan þá hefur fólk velt fyrir sér hvað ég ætli að gera. Hér er svarið mitt við því, ég er í framboði og ég er að fara að sigra aftur,“ sagði Biden á kosningafundinum í borginni Madison. Í umfjöllum BBC segir að ræða Biden hafi verið mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum á CNN. Hún komi á mikilvægum tíma í kosningabaráttu Biden, þegar margir af hann stuðningsmönnum íhuga hvort þeir geti haldið áfram að styðja hann. Einn áheyrandi á kosningafundinum hélt á skilti sem á stóð: „Láttu kyndilinn ganga, Joe!“. Á öðru skilti stóð: „Bjargaðu arfleið þinni, stígðu til hliðar!“. Biden vakti athygli á þessum skiltum og sagðist sífellt heyra um hve gamall hann væri. Þrátt fyrir háan aldur hafi hann áorkað miklu í embætti. „Var ég of gamall til að skapa fimmtán milljón störf? [...] Var ég of gamall til að fella niður námslánaskuldir fyrir fimm milljónir Bandaríkjamanna?“ sagði hann. Demókrataflokkurinn hefur sætt miklum þrýstingi úr ýmsum áttum um að velja sér nýjan frambjóðanda vegna hás aldurs Biden og sýnilegra ummerkja um hrakandi heilsu hans. Þrýstingurinn virðist hafa aukist eftir fyrri kappræðurnar, en niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var meðal almennings í Bandaríkjunum benda til þess að 72 prósent kjósenda telja Biden ekki hafa vitsmunalega getu til að sinna embættinu. Í gær viðurkenndi Biden í viðtali að hann hefði klúðrað kappræðunum en skellti skuldinni á flugþreytu, of þétta dagskrá og svefnleysi. Hann hafi ekki hlustað á starfsfólkið sitt og næstum sofnað í sjónvarpssal.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04 „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 „Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04
„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18
„Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22