Sigmundur Davíð þvær hendur sínar af Mannréttindastofnun Íslands Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2024 14:24 Sigmundur Davíð hefur skrifað pistil sem er öðrum þræði svar til Hildar Sverrisdóttur þingflokksmanns Sjálfstæðisflokksins; hann hefur engan áhuga á því að vera gerður ábyrgur fyrir enn einni mannréttindastofunni. vísir/arnar/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lítinn sem engan áhuga á því að Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, takist að gera Miðflokkinn ábyrgan fyrir nýrri Mannréttastofnun Íslands. Sigmundur Davíð ritar grein sem birtist á Vísi þar sem hann segist hafa þungar áhyggjur af því sem hann kallar Nýhaldið, þá til aðgreiningar frá hinu raunverulega íhaldi sem Miðflokkurinn vill vera. „Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG.” Sigmundur Davíð dregur hvergi af sér við að hæðast að Mannréttindastofnun og því sem hann telur vandræðagang Sjálfstæðismanna; segir þetta vera ær og kýr Sjálfstæðisflokksins, allt sem þeir gera geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn kom ekki sérstaklega í veg fyrir það. „Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina,“ skrifar Sigmundur. En hann segir það hafa gleymst að „mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna.“ Það er til nóg af mannréttindastofnunum Þarna er Sigmundur Davíð að vísa til hatursorðræðunámskeiðsins margumtalaða sem Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra ætlaði að fá samþykkt. „Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun.“ Sigmundur Davíð segir þetta einnig vekja upp spurningar um tilgang stjórnmálamanna en þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Reyndar væri því fólki enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. „Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands.“ Fólk þurfi ekki að hlýða Sigmundur segir Hildi því næst hafa nefnt stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem hefði fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun og hafi helst verið á henni að skilja að ekki sæi á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafi þegar útdeilt. Og Hildur hafi svarað Vísi því hvaða valdheimildir það væru, samkvæmt Parísarviðmiðum – þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hafi hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru. „Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni.“ Alþingi Mannréttindi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sigmundur Davíð ritar grein sem birtist á Vísi þar sem hann segist hafa þungar áhyggjur af því sem hann kallar Nýhaldið, þá til aðgreiningar frá hinu raunverulega íhaldi sem Miðflokkurinn vill vera. „Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG.” Sigmundur Davíð dregur hvergi af sér við að hæðast að Mannréttindastofnun og því sem hann telur vandræðagang Sjálfstæðismanna; segir þetta vera ær og kýr Sjálfstæðisflokksins, allt sem þeir gera geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn kom ekki sérstaklega í veg fyrir það. „Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina,“ skrifar Sigmundur. En hann segir það hafa gleymst að „mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna.“ Það er til nóg af mannréttindastofnunum Þarna er Sigmundur Davíð að vísa til hatursorðræðunámskeiðsins margumtalaða sem Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra ætlaði að fá samþykkt. „Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun.“ Sigmundur Davíð segir þetta einnig vekja upp spurningar um tilgang stjórnmálamanna en þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Reyndar væri því fólki enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. „Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands.“ Fólk þurfi ekki að hlýða Sigmundur segir Hildi því næst hafa nefnt stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem hefði fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun og hafi helst verið á henni að skilja að ekki sæi á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafi þegar útdeilt. Og Hildur hafi svarað Vísi því hvaða valdheimildir það væru, samkvæmt Parísarviðmiðum – þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hafi hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru. „Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni.“
Alþingi Mannréttindi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira