Sigmundur Davíð þvær hendur sínar af Mannréttindastofnun Íslands Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2024 14:24 Sigmundur Davíð hefur skrifað pistil sem er öðrum þræði svar til Hildar Sverrisdóttur þingflokksmanns Sjálfstæðisflokksins; hann hefur engan áhuga á því að vera gerður ábyrgur fyrir enn einni mannréttindastofunni. vísir/arnar/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lítinn sem engan áhuga á því að Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, takist að gera Miðflokkinn ábyrgan fyrir nýrri Mannréttastofnun Íslands. Sigmundur Davíð ritar grein sem birtist á Vísi þar sem hann segist hafa þungar áhyggjur af því sem hann kallar Nýhaldið, þá til aðgreiningar frá hinu raunverulega íhaldi sem Miðflokkurinn vill vera. „Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG.” Sigmundur Davíð dregur hvergi af sér við að hæðast að Mannréttindastofnun og því sem hann telur vandræðagang Sjálfstæðismanna; segir þetta vera ær og kýr Sjálfstæðisflokksins, allt sem þeir gera geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn kom ekki sérstaklega í veg fyrir það. „Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina,“ skrifar Sigmundur. En hann segir það hafa gleymst að „mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna.“ Það er til nóg af mannréttindastofnunum Þarna er Sigmundur Davíð að vísa til hatursorðræðunámskeiðsins margumtalaða sem Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra ætlaði að fá samþykkt. „Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun.“ Sigmundur Davíð segir þetta einnig vekja upp spurningar um tilgang stjórnmálamanna en þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Reyndar væri því fólki enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. „Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands.“ Fólk þurfi ekki að hlýða Sigmundur segir Hildi því næst hafa nefnt stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem hefði fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun og hafi helst verið á henni að skilja að ekki sæi á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafi þegar útdeilt. Og Hildur hafi svarað Vísi því hvaða valdheimildir það væru, samkvæmt Parísarviðmiðum – þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hafi hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru. „Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni.“ Alþingi Mannréttindi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Sigmundur Davíð ritar grein sem birtist á Vísi þar sem hann segist hafa þungar áhyggjur af því sem hann kallar Nýhaldið, þá til aðgreiningar frá hinu raunverulega íhaldi sem Miðflokkurinn vill vera. „Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG.” Sigmundur Davíð dregur hvergi af sér við að hæðast að Mannréttindastofnun og því sem hann telur vandræðagang Sjálfstæðismanna; segir þetta vera ær og kýr Sjálfstæðisflokksins, allt sem þeir gera geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn kom ekki sérstaklega í veg fyrir það. „Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina,“ skrifar Sigmundur. En hann segir það hafa gleymst að „mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna.“ Það er til nóg af mannréttindastofnunum Þarna er Sigmundur Davíð að vísa til hatursorðræðunámskeiðsins margumtalaða sem Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra ætlaði að fá samþykkt. „Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun.“ Sigmundur Davíð segir þetta einnig vekja upp spurningar um tilgang stjórnmálamanna en þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Reyndar væri því fólki enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. „Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands.“ Fólk þurfi ekki að hlýða Sigmundur segir Hildi því næst hafa nefnt stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem hefði fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun og hafi helst verið á henni að skilja að ekki sæi á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafi þegar útdeilt. Og Hildur hafi svarað Vísi því hvaða valdheimildir það væru, samkvæmt Parísarviðmiðum – þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hafi hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru. „Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni.“
Alþingi Mannréttindi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira