Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 12:33 Haraldur Benediktsson bæjarstjóri segir gjaldþrot Skagans 3X mikið áfall fyrir bæinn. Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. Hann segir það liðna tíð að bæjaryfirvöld séu hreyfiafl í að endurreisa gjaldþrota fyrirtæki en að bærinn muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að styðja við iðnað á Skaganum. „Við erum að ganga í gegnum mikla erfiðleika núna en ég vona að það verði hægt með einhverjum hætti að endurreisa fyrirtækin. Ég held að það skipti máli ekki bara fyrir Akranes fyrir íslenskan sjávarútveg að varðveita þessa þekkingu og þetta hugvit,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann það þó málalyktir ekki hafa komið sér á óvart. Stríð í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins sem átti í umfangsmiklum viðskiptum í Rússlandi. Þá hafi faraldur kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn og raskað aðfangakeðjuna. „Síðan hafa fyrirtæki haldið að sér höndum sem hafa verið að kaupa þessar vörur og þjónustu af þessum framleiðslugeira. Við vitum að félagið átti góða möguleika á að selja stór verkefni en kaupendur hafa haldið að sér höndum vegna óvissu á heimsmarkaði,“ segir Haraldur. „Við eigum þetta fólk og það er fyrst og fremst í þessu fólki sem býr á Akranesi og hefur þessa þekkingu sem verðmætin liggja. Það hljóta einhverjir að sjá tækifæri í að fjárfesta í því. Við sem bæjaryfirvöld munum gera hvað sem er til þess að skapa heppilega ramma um það, með hvaða tækjum sem við höfum yfir að ráða til þeirra hluta,“ segir hann. Akranes Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Vinnumarkaður Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Hann segir það liðna tíð að bæjaryfirvöld séu hreyfiafl í að endurreisa gjaldþrota fyrirtæki en að bærinn muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að styðja við iðnað á Skaganum. „Við erum að ganga í gegnum mikla erfiðleika núna en ég vona að það verði hægt með einhverjum hætti að endurreisa fyrirtækin. Ég held að það skipti máli ekki bara fyrir Akranes fyrir íslenskan sjávarútveg að varðveita þessa þekkingu og þetta hugvit,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann það þó málalyktir ekki hafa komið sér á óvart. Stríð í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins sem átti í umfangsmiklum viðskiptum í Rússlandi. Þá hafi faraldur kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn og raskað aðfangakeðjuna. „Síðan hafa fyrirtæki haldið að sér höndum sem hafa verið að kaupa þessar vörur og þjónustu af þessum framleiðslugeira. Við vitum að félagið átti góða möguleika á að selja stór verkefni en kaupendur hafa haldið að sér höndum vegna óvissu á heimsmarkaði,“ segir Haraldur. „Við eigum þetta fólk og það er fyrst og fremst í þessu fólki sem býr á Akranesi og hefur þessa þekkingu sem verðmætin liggja. Það hljóta einhverjir að sjá tækifæri í að fjárfesta í því. Við sem bæjaryfirvöld munum gera hvað sem er til þess að skapa heppilega ramma um það, með hvaða tækjum sem við höfum yfir að ráða til þeirra hluta,“ segir hann.
Akranes Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Vinnumarkaður Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira