Sjúklingur réðst á lækni sem fær ekki bætur frá ríkinu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 12:21 Árásin átti sér stað á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfum heimilislæknis sem varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira