Hryðjuverkamaðurinn í Ósló fær þyngsta dóm sögunnar Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 10:46 Matapour verður lengi í fangelsi. LISE ASERUD/EPA Zaniar Matapour, sem myrti tvo og særði fjölda annarra á skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Óslóar í júní árið 2022, hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Það er lengsti fangelsisdómur í norskri réttarsögu. Þetta kemur fram í frétt Verdens gang um málið en niðurstaða Héraðsdóms Óslóar hefur ekki verið kunngjörð opinberlega. Þar segir að dómurinn kveði á um að Matapour muni sitja inni í tuttugu ár hið minnsta. Almennt er 21 árs fangelsisvist hámarksrefsing í Noregi en samkvæmt nýlegum breytingum á hegningarlögum má dæma menn í allt að þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Matapour muni aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Hann var dæmdur í svokallað forvaring, réttarfarsúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda mönnum ótímabundið bak við lás og slá, séu þeir metnir hættulegir samfélaginu. Þekktasta dæmið um slíkan dóm er dómurinn yfir Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins sem framdi ódæðin í Útey. Að því er segir í frétt VG hélt verjandi Matapours því fram að hann hefði ekki framið hryðjuverk, enda hefði hann ekki beint árásinni sérstaklega að hinsegin fólki, og að hann væri ósakhæfur sökum andlegra veikinda. Dómurinn hafi fallist á hvoruga málsástæði verjands. Matapour hóf skothríð á skemmtistaðnum London pub, sem hefur um árabil verið samkomustaður hinsegin samfélagsins í Ósló, á meðan hinsegin vika Óslóar stóð sem hæst árið 2022. Tveir létu lífið og nítján særðust. Noregur Skotárás við London Pub í Osló Erlend sakamál Tengdar fréttir Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40 „Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30 Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Verdens gang um málið en niðurstaða Héraðsdóms Óslóar hefur ekki verið kunngjörð opinberlega. Þar segir að dómurinn kveði á um að Matapour muni sitja inni í tuttugu ár hið minnsta. Almennt er 21 árs fangelsisvist hámarksrefsing í Noregi en samkvæmt nýlegum breytingum á hegningarlögum má dæma menn í allt að þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Matapour muni aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Hann var dæmdur í svokallað forvaring, réttarfarsúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda mönnum ótímabundið bak við lás og slá, séu þeir metnir hættulegir samfélaginu. Þekktasta dæmið um slíkan dóm er dómurinn yfir Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins sem framdi ódæðin í Útey. Að því er segir í frétt VG hélt verjandi Matapours því fram að hann hefði ekki framið hryðjuverk, enda hefði hann ekki beint árásinni sérstaklega að hinsegin fólki, og að hann væri ósakhæfur sökum andlegra veikinda. Dómurinn hafi fallist á hvoruga málsástæði verjands. Matapour hóf skothríð á skemmtistaðnum London pub, sem hefur um árabil verið samkomustaður hinsegin samfélagsins í Ósló, á meðan hinsegin vika Óslóar stóð sem hæst árið 2022. Tveir létu lífið og nítján særðust.
Noregur Skotárás við London Pub í Osló Erlend sakamál Tengdar fréttir Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40 „Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30 Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40
„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30
Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26