Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2024 21:01 Kjartan sést hér við hið umdeilda skilti. Ef hann myndi kveikja á því myndi það kosta 150 þúsund krónur á dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira