Íris segir RÚV henda blautri og kaldri tusku í andlit sjómanna Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 09:43 Íris telur það sérdeilis fáránlegt að sjómönnum sé gert skylt að borga nefskattinn en fá ekki að njóta útsendinganna. vísir/Jóhann Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sérdeilis ólíðandi að sjómenn þurfi að greiða afnotagjöld af RÚV ohf., en séu hins vegar sviptir möguleikum á að ná sjónvarps og útvarpssendingum. Það hvein í tálknum bæjarstjórans en hún var gestur í Bítinu nú í morgun. Þar kom til tals sú ákvörðun RÚV að hætta útsendingum í gegnum gervihnött enda hefur ríkið nú ljósleiðaratengt megnið af heimilum landsins. Að hengja bakara fyrir smið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir ríkið munu koma að því að ljósleiðaratengja rúmlega 102 litla þéttbýliskjarna um land allt. Með þessu muni hvert einasta lögheimili á Íslandi vera tengt ljósleiðara og því njóta öflugrar nettengingar. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands nefnir þetta í Facebook-færslu í gær, þar sem hann segir Áslaugu Örnu hafa kynnt þetta en gleymi hins vegar öllum skipum á Íslandi. „Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött. Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz á Rás 1á stöku stað,“ segir Valur. Að sögn RÚV kostar um 40 milljónir að halda úti sendingum til sjómanna í gegnum hnött. „Sjómenn greiða nefskattinn sem rennur til RUV eins og aðrir landsmenn. Lágmark að sjómenn njóti RUV eins og aðrir. Áslaug Arna nú er tækifærið að rétta sjómönnum hjálparhönd og tryggja sendingar RUV gegnum gervihnött út árið meðan unnið er að öðrum lausnum. 20 milljónir eru smáaurar til að tryggja mannréttindi 3500 sjómanna. Koma svo Áslaug!“ segir Valur. Áslaug Arna var taldi að hér væri verið að hengja bakara fyrir smið og vakti athygli á því, á Facebooksíðu Valmundar; að hér væri um að ræða tvö ólík mál. „Annars vegar ljósleiðara og netsamband á landi, mikið framfaramál og hins vegar gervihnatta samband til að tryggja alþjónustu Ríkisútvarpsins sem ég skil að er mikilvæg. Það er aftur á móti á borði menningarráðherra sem ræddi þetta á dögunum í ríkisstjórn og er að skoða lausnir á.“ Hljóðið í sjómönnum slæmt Íris var ekki síður ósátt fyrir hönd sinna sjómanna. „Þetta var keyrt í gegn um mánaðarmótin. Gríðarleg afturför að það þurfi að vera öflugur búnaður um borð í skipunum ef þeir eiga að geta horft á útsendingar frá RÚV. Þeir hættu þessum gervihnattaútsendingum og skýringarnar sem berast úr Efstaleiti eru að þetta sé ekki lögbundin þjónusta þeirra að senda út línulega dagskrá um gervihnött!“ sagði Íris hlessa. Og nefndi að það væri heldur ekki lögbundið að senda út Eurovision. Valmundur, formaður Sjómannasambands Íslands, hefur mótmælt harðlega þessum aðgerðum að RÚV hætti útsendingum í gegnum gervihnött.vísir/vilhelm Hún sagði hljóðið í sjómönnum mjög slæmt. „Þetta er kórónað með því að það sé Evrópukeppni í gangi. Þeir búa náttúrlega úti á sjó, sjómennirnir. Þá er það orðið mjög flókið. Þá er reynt að finna einhverjar erlendar stöðvar, kannski í Ungverjalandi, til að fylgjast með.“ Köld tuska framan í sjómenn Heimir Karlsson í Bítinu var henni hjartanlega sammála. Þetta væri eiginlega glatað, sjómenn séu auðvitað hringinn um landið og geta þá ekki horft á sjónvarpið nema þá með einhverjum sérstökum búnaði? „Já, það þarf að vera mjög öflugur búnaður um borð. Það er ekkert alls staðar. Mikið af tækjum og tólum sem þarf að nota þetta. Ef þeir ná ekki 3G og 4G, 5G er lítið að flækjast hér um landið, þá ná þeir ekki sjónvarpi.“ Íris sagði stöðuna þá að í dag væru skipin búin þannig að það er sjónvarp og útvarp hjá hverjum og einum sjómanni. En þetta sé ekkert hægt að nýta í dag. „Þetta er köld tuska og að stofnun sem hefur þetta hlutverk, og þessa sérstöðu á markaði, eins og þið hafið oft fjallað um, tekur til sín gríðarlega fjármuni sem við erum öll neydd til að borga, og eru ákveðin rök fyrir því þó við getum verið ósammála um sumt af því, en eitt er víst að það er lögbundið hlutverk. Að koma dagskrá til allra landsmanna. Togari á leið á miðin. Hann siglir þar með á vit þess svæðis þar sem er "no signal".vísir/vilhelm Sjómenn hljóta að vera hluti af því. Nema þeir sleppi þá við þennan nefskatt? En núna birtist á skjánum hjá þeim ekkert signal en gjörið svo vel að borga skattinn. Þetta er auðvitað eitthvað sem Útvarpsstjóri á að kippa í liðinn.“ Sjómennirnir okkar eiga annað betra skilið en slíkar trakteringar Írist sagðist ekki hafa trú á að þetta hafi verið á borði ríkisstjórnarinnar. Og Heimir bætti við að það væri nú með þessi opinberu hlutafélög ríkisins að þau væru eins og ríki í ríkinu. Ráðherrar bera nánast varla ábyrgð á þeim. Þá verða svona ákvarðanir? „Hvert er markmiðið? Að veita lakari þjónustu? Allir eldri en átján ára þurfa að borga og það hækkar og hækkar í pottinum.“ Íris sagði að sjómenn hafi sent fyrirspurn til Útvarpsstjóra en viðbrögðin þar voru að hennar sögn sérstök, að þetta væri ekki lögbundin skylda RÚV. Sjómenn væru þá væntanlega bara með Rás 1. „Af hverju fær RÚV alla þessa fjármuni?“ spyr Íris og svarar sér sjálf: „Það er til að geta veitt öllum landsmönnum þessa þjónustu. Nú er stór hluti uppsjávarflotans á leið í Smuguna að veiða makríl og draga björg í bú. Kannski er þetta allt byggt á misskilningi. En þetta er ekki boðlegt og þessu á að kippa í liðinn. Þeir eiga meira frá okkur skilið frá okkur sjómennirnir okkar en að taka frá þeim sjónvarps og útvarpsútsendingar.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vestmannaeyjar Bíó og sjónvarp Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Það hvein í tálknum bæjarstjórans en hún var gestur í Bítinu nú í morgun. Þar kom til tals sú ákvörðun RÚV að hætta útsendingum í gegnum gervihnött enda hefur ríkið nú ljósleiðaratengt megnið af heimilum landsins. Að hengja bakara fyrir smið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir ríkið munu koma að því að ljósleiðaratengja rúmlega 102 litla þéttbýliskjarna um land allt. Með þessu muni hvert einasta lögheimili á Íslandi vera tengt ljósleiðara og því njóta öflugrar nettengingar. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands nefnir þetta í Facebook-færslu í gær, þar sem hann segir Áslaugu Örnu hafa kynnt þetta en gleymi hins vegar öllum skipum á Íslandi. „Í gær hætti RUV, sjónvarp og útvarp allra landsmanna, að senda efni sitt gegnum gervihnött. Eina efnið sem sjómenn ná ef þeir eru utan við 12 mílur er langbylgju sending á 189khz á Rás 1á stöku stað,“ segir Valur. Að sögn RÚV kostar um 40 milljónir að halda úti sendingum til sjómanna í gegnum hnött. „Sjómenn greiða nefskattinn sem rennur til RUV eins og aðrir landsmenn. Lágmark að sjómenn njóti RUV eins og aðrir. Áslaug Arna nú er tækifærið að rétta sjómönnum hjálparhönd og tryggja sendingar RUV gegnum gervihnött út árið meðan unnið er að öðrum lausnum. 20 milljónir eru smáaurar til að tryggja mannréttindi 3500 sjómanna. Koma svo Áslaug!“ segir Valur. Áslaug Arna var taldi að hér væri verið að hengja bakara fyrir smið og vakti athygli á því, á Facebooksíðu Valmundar; að hér væri um að ræða tvö ólík mál. „Annars vegar ljósleiðara og netsamband á landi, mikið framfaramál og hins vegar gervihnatta samband til að tryggja alþjónustu Ríkisútvarpsins sem ég skil að er mikilvæg. Það er aftur á móti á borði menningarráðherra sem ræddi þetta á dögunum í ríkisstjórn og er að skoða lausnir á.“ Hljóðið í sjómönnum slæmt Íris var ekki síður ósátt fyrir hönd sinna sjómanna. „Þetta var keyrt í gegn um mánaðarmótin. Gríðarleg afturför að það þurfi að vera öflugur búnaður um borð í skipunum ef þeir eiga að geta horft á útsendingar frá RÚV. Þeir hættu þessum gervihnattaútsendingum og skýringarnar sem berast úr Efstaleiti eru að þetta sé ekki lögbundin þjónusta þeirra að senda út línulega dagskrá um gervihnött!“ sagði Íris hlessa. Og nefndi að það væri heldur ekki lögbundið að senda út Eurovision. Valmundur, formaður Sjómannasambands Íslands, hefur mótmælt harðlega þessum aðgerðum að RÚV hætti útsendingum í gegnum gervihnött.vísir/vilhelm Hún sagði hljóðið í sjómönnum mjög slæmt. „Þetta er kórónað með því að það sé Evrópukeppni í gangi. Þeir búa náttúrlega úti á sjó, sjómennirnir. Þá er það orðið mjög flókið. Þá er reynt að finna einhverjar erlendar stöðvar, kannski í Ungverjalandi, til að fylgjast með.“ Köld tuska framan í sjómenn Heimir Karlsson í Bítinu var henni hjartanlega sammála. Þetta væri eiginlega glatað, sjómenn séu auðvitað hringinn um landið og geta þá ekki horft á sjónvarpið nema þá með einhverjum sérstökum búnaði? „Já, það þarf að vera mjög öflugur búnaður um borð. Það er ekkert alls staðar. Mikið af tækjum og tólum sem þarf að nota þetta. Ef þeir ná ekki 3G og 4G, 5G er lítið að flækjast hér um landið, þá ná þeir ekki sjónvarpi.“ Íris sagði stöðuna þá að í dag væru skipin búin þannig að það er sjónvarp og útvarp hjá hverjum og einum sjómanni. En þetta sé ekkert hægt að nýta í dag. „Þetta er köld tuska og að stofnun sem hefur þetta hlutverk, og þessa sérstöðu á markaði, eins og þið hafið oft fjallað um, tekur til sín gríðarlega fjármuni sem við erum öll neydd til að borga, og eru ákveðin rök fyrir því þó við getum verið ósammála um sumt af því, en eitt er víst að það er lögbundið hlutverk. Að koma dagskrá til allra landsmanna. Togari á leið á miðin. Hann siglir þar með á vit þess svæðis þar sem er "no signal".vísir/vilhelm Sjómenn hljóta að vera hluti af því. Nema þeir sleppi þá við þennan nefskatt? En núna birtist á skjánum hjá þeim ekkert signal en gjörið svo vel að borga skattinn. Þetta er auðvitað eitthvað sem Útvarpsstjóri á að kippa í liðinn.“ Sjómennirnir okkar eiga annað betra skilið en slíkar trakteringar Írist sagðist ekki hafa trú á að þetta hafi verið á borði ríkisstjórnarinnar. Og Heimir bætti við að það væri nú með þessi opinberu hlutafélög ríkisins að þau væru eins og ríki í ríkinu. Ráðherrar bera nánast varla ábyrgð á þeim. Þá verða svona ákvarðanir? „Hvert er markmiðið? Að veita lakari þjónustu? Allir eldri en átján ára þurfa að borga og það hækkar og hækkar í pottinum.“ Íris sagði að sjómenn hafi sent fyrirspurn til Útvarpsstjóra en viðbrögðin þar voru að hennar sögn sérstök, að þetta væri ekki lögbundin skylda RÚV. Sjómenn væru þá væntanlega bara með Rás 1. „Af hverju fær RÚV alla þessa fjármuni?“ spyr Íris og svarar sér sjálf: „Það er til að geta veitt öllum landsmönnum þessa þjónustu. Nú er stór hluti uppsjávarflotans á leið í Smuguna að veiða makríl og draga björg í bú. Kannski er þetta allt byggt á misskilningi. En þetta er ekki boðlegt og þessu á að kippa í liðinn. Þeir eiga meira frá okkur skilið frá okkur sjómennirnir okkar en að taka frá þeim sjónvarps og útvarpsútsendingar.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vestmannaeyjar Bíó og sjónvarp Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira