Fótbolti

Marta fer til Parísar en hættir landsliðsstörfum eftir sjö­ttu Ólympíu­leikana

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Marta hefur sex sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims og tekur þátt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í sumar.
Marta hefur sex sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims og tekur þátt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í sumar. Chico Peixoto/Eurasia Sport Images/Getty Images

Brasilíska knattspyrnukonan Marta sem af mörgum er talin sú besta allra tíma mun taka þátt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í sumar og hætta landsliðsstörfum í kjölfarið.

„Hún er besti fótboltakona allra tíma og gefur liðinu mikinn kraft. Hún er að spila vel og á skilið að vera á listanum,“ sagði Arthur Elias, þjálfari Brasilíu þegar landsliðshópurinn var kynntur í gær.

Marta leikur með Orlando City í NWSL deildinni Bandaríkjunum og er kominn fram yfir sitt besta. Hún er gangandi goðsögn á vellinum, hefur sex sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims, tekið þátt á sex heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður HM bæði karla og kvenna megin með 17 mörk í 23 leikjum, þrátt fyrir að hafa aldrei unnið keppnina.

Hún hefur tvívegis leikið til úrslita á ÓL, í Aþenu 2004 og Beijing 2008 en tapað gegn Bandaríkjunum í bæði skipti.

Marta tilkynnti það í apríl að hún ætlaði að hætta landsliðsstörfum en hefur greinilega skipt um skoðun og ákveðið að freista þess að vinna gullið í sumar. 

Landsliðshópur Brasilíu

Markmenn: Lorena (Gremio), Taina (America Mineiro), Luciana (Ferroviaria)

Varnarmenn: Tarciane (Houston Dash), Rafaelle (Orlando Pride), Thais Ferreira (UD Tenerife), Yasmim (Corinthians), Tamires (Corinthians), Antonia (Levante), Lauren (Kansas City Current)

Miðjumenn: Duda Sampaio (Corinthians), Vitoria Yaya (Corinthians), Ana Vitoria (Atletico Madrid), Angelina (Orlando Pride)

Framherjar: Ludmila (Atletico Madrid), Marta (Orlando Pride), Jheniffer (Corinthians), Gabi Nunes (Levante), Kerolin (North Carolina Courage), Adriana (Orlando Pride), Gabi Porthilo (Corinthians), Priscila (Internacional)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×