Eftir 28 ára feril ákvað Hanna Guðrún að leggja skóna á hilluna. Hún verður þó ekki langt undan þegar nýtt tímabil hefst en hún mun aðstoða Patrek Jóhannesson, aðalþjálfara liðsins á næstu leiktíð.
Hanna Guðrún er ein leikja- og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi. Þá var hún sæmd gullmerki HSÍ á síðasta ári.
Stjarnan komst í úrslitakeppni Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem liðið féll úr leik gegn Haukum.