Vesturnorræna samstarfið aldrei verið mikilvægara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:52 Eyjólfur Guðmundsson tekur við stjórnarformennsku við háskólann á Grænlandi. Auðunn Níelsson Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum. Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur. Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur.
Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira