Fyrstur í sögunni til að verja þrjár vítaspyrnur í sama EM-leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 10:30 Diogo Costa las leikmenn Slóveníu og varði allar þrjár vítaspyrnur þeirra. Ibrahim Ezzat/Getty Images Diogo Costa, markvörður Porto og Portúgals, skráði sig á spjöld sögunnar í gærkvöld þegar hann varði þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Markvörslur hans hjálpuðu Portúgal að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM eftir dramatískan sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni. Cristiano Ronaldo var nálægt því að stela fyrirsögnunum eftir að Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Jan Oblak, markvörður Slóveníu, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þá spyrnu örugglega. Super Jan Oblak 🦸♂️#EURO2024 | #PORSVN pic.twitter.com/6c2bZv5obi— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Ronaldo upp fyrir mistök þegar hann kom Portúgal yfir í vítaspyrnukeppninni með þeirra fyrstu spyrnu. Það hjálpaði vissulega til að hinn 24 ára gamli Costa hafði skömmu áður varið vítaspyrnu Josip Iličić þar sem Slóvenía byrjaði vítaspyrnukeppnina. Ekki nóg með það heldur varði Costa einnig frá Jure Balkovec áður en Bruno Fernandes kom Portúgal í 2-0. Costa varði svo aftur, að þessu sinni frá Benjamin Verbič, áður en Bernardo Silva skaut Portúgal í 8-liða úrslti Evrópumótsins. That save in extra time! 😲A heroic performance from Diogo Costa ⛔👏@Vivo_GLOBAL | #EUROPOTM pic.twitter.com/8SUasSX2aR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Er þetta í fyrsta sinn sem markvörður á Evrópumóti karla í knattspyrnu ver þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Einnig er Costa fyrsti markvörður í sögu EM karla sem heldur hreinu í framlengdum leik sem og vítaspyrnukeppni. Hann var eðlilega kosinn maður leiksins og sagði í viðtali eftir leik að líklega væri um að ræða hans besta leik á ferlinum. Mögulega þarf hann að eiga annan eins stórleik gegn Frakklandi í næstu umferð en franska liðið hefur til þessa spilað undir getu á mótinu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM eftir dramatískan sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni. Cristiano Ronaldo var nálægt því að stela fyrirsögnunum eftir að Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Jan Oblak, markvörður Slóveníu, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þá spyrnu örugglega. Super Jan Oblak 🦸♂️#EURO2024 | #PORSVN pic.twitter.com/6c2bZv5obi— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Ronaldo upp fyrir mistök þegar hann kom Portúgal yfir í vítaspyrnukeppninni með þeirra fyrstu spyrnu. Það hjálpaði vissulega til að hinn 24 ára gamli Costa hafði skömmu áður varið vítaspyrnu Josip Iličić þar sem Slóvenía byrjaði vítaspyrnukeppnina. Ekki nóg með það heldur varði Costa einnig frá Jure Balkovec áður en Bruno Fernandes kom Portúgal í 2-0. Costa varði svo aftur, að þessu sinni frá Benjamin Verbič, áður en Bernardo Silva skaut Portúgal í 8-liða úrslti Evrópumótsins. That save in extra time! 😲A heroic performance from Diogo Costa ⛔👏@Vivo_GLOBAL | #EUROPOTM pic.twitter.com/8SUasSX2aR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Er þetta í fyrsta sinn sem markvörður á Evrópumóti karla í knattspyrnu ver þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Einnig er Costa fyrsti markvörður í sögu EM karla sem heldur hreinu í framlengdum leik sem og vítaspyrnukeppni. Hann var eðlilega kosinn maður leiksins og sagði í viðtali eftir leik að líklega væri um að ræða hans besta leik á ferlinum. Mögulega þarf hann að eiga annan eins stórleik gegn Frakklandi í næstu umferð en franska liðið hefur til þessa spilað undir getu á mótinu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48