Uppbygging almannahagsmuna á Íslandi Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2024 07:31 Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Arion banki Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun