Chelsea fær framherja frá Barcelona og Earps til PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:01 Marc er að flytja til Englands á meðan Mary er að flytja frá Englandi. Vísir/Getty Images Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain. Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024 Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Marc Guiu er genginn í raðir Chelsea frá Barcelona. Hann skrifar undir sex ára samning í Lundúnum. Kaupverðið er sex milljónir evra eða rétt tæpar 900 milljónir íslenskar krónur. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera genginn í raðir Chelsea, ég átti erfitt með svefn í aðdragandanum því ég var svo spenntur. Síðan ég var lítill hefur mig dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guiu við undirskriftina. Hann var aðeins 17 ára og 291 dags gamall þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Athletic Bilbao í október á síðasta ári í því sem var hans fyrsti leikur fyrir aðallið Barcelona. Alls kom hann við sögu í sjö leikjum og skoraði tvö mörk. Guiu is Chelsea. pic.twitter.com/6HweEFoqAh— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 1, 2024 Aston Villa hefur fengið miðjumanninn Ross Barkley frá Luton Town sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þessi þrítugi leikmaður lék með Villa á láni frá Chelsea leiktíðina 2020-21. Barkley er fimmti leikmaðurinn sem Villa fær til sín en félagið hefur einnig staðfest komu Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea á 3,3 milljarða íslenskra króna. Þá hafði félagið einnig keypt Ian Maatsen frá Chelsea á rétt rúmlega sex milljarða sem og hinn unga Lewis Dobbin frá Everton. Ekki kemur fram hversu langur samningur Barkley við Villa er en hann kemur á frjálsri sölu annað en hinir fjórir. Þá hefur enski landsliðsmarkvörðurinn Mary Earps skrifað undir tveggja ára samning við París Saint-Germain. Hún kemur til félagsins frá Manchester United þar sem hún hefur spilað síðan árið 2018. Í vetur varð ljóst að Earps vildi nýja áskorun og því skrifaði hún ekki undir nýjan samning í Manchester. Hún er nú mætti til Parísar og mun verja mark PSG næstu tvö árin. It's official! 🇫🇷Mary Earps has signed a two-year deal to join PSG on a free transfer.#BBCFootball pic.twitter.com/33kYTozXvJ— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira