Brutu rúður og gengu berserksgang um klaustrið í Garðabæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2024 14:23 Umtalsverð eignaspjöll voru framin á klaustrinu. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ og gengið berserksgang þar um seint í gærkvöldi. Umtalsverð eignaspjöll voru framin en fjölmargar rúður eru brotnar. Skúli Jónsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Garðabæ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Jú jú það var gengið þarna um allt húsið það má segja það að það hafi verið gengið berserksgang,“ segir hann og bætir við að þeir sem bera sök á eignaspjöllunum fari enn huldu höfði. Lögreglan rannsakar nú atvikið en Skúli biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Fjölmargar rúður voru brotnar í klaustrinu er lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm Ungmenna keimur af málinu Athygli var vakin á málinu á Facebook-hóp fyrir íbúa í Garðabæ en þar er tekið fram að slökkvitækjum hafi verið hent í gegnum rúður klaustursins sem liggja nú fyrir utan húsið. Einn íbúi í grennd við klaustrið sagðist hafa séð hóp af ungmennum á mótorhjólum og skellinöðrum hjá húsinu undanfarin kvöld og að í gærkvöldi hafi verið tuttugu manna hópur við húsið. Unnið er að viðgerðum í klaustrinu í dag.Vísir/Vilhelm Skúli segir að hópamyndun ungmenna við Klaustrið sé ekki algeng en tekur þó fram „að málið beri keim af ungmennum“. Hann hvetur þá sem kunna að hafa átt hlut að máli eða orðið vitni að eignaspjöllunum að hafa samband við lögreglu. Engu stolið Engu var stolið úr klaustrinu en húsið stendur að mestu autt núna. Garðabær auglýsir núna eftir einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa áhuga að taka þátt í samstarfsverkefni um kaup eða leigu, endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæðinu. Klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „[Klaustrið] var áður í eigu Sankti Jósefssystra. Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Garðabæjar. Vísir/Vilhelm Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Skúli Jónsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Garðabæ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Jú jú það var gengið þarna um allt húsið það má segja það að það hafi verið gengið berserksgang,“ segir hann og bætir við að þeir sem bera sök á eignaspjöllunum fari enn huldu höfði. Lögreglan rannsakar nú atvikið en Skúli biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Fjölmargar rúður voru brotnar í klaustrinu er lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm Ungmenna keimur af málinu Athygli var vakin á málinu á Facebook-hóp fyrir íbúa í Garðabæ en þar er tekið fram að slökkvitækjum hafi verið hent í gegnum rúður klaustursins sem liggja nú fyrir utan húsið. Einn íbúi í grennd við klaustrið sagðist hafa séð hóp af ungmennum á mótorhjólum og skellinöðrum hjá húsinu undanfarin kvöld og að í gærkvöldi hafi verið tuttugu manna hópur við húsið. Unnið er að viðgerðum í klaustrinu í dag.Vísir/Vilhelm Skúli segir að hópamyndun ungmenna við Klaustrið sé ekki algeng en tekur þó fram „að málið beri keim af ungmennum“. Hann hvetur þá sem kunna að hafa átt hlut að máli eða orðið vitni að eignaspjöllunum að hafa samband við lögreglu. Engu stolið Engu var stolið úr klaustrinu en húsið stendur að mestu autt núna. Garðabær auglýsir núna eftir einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa áhuga að taka þátt í samstarfsverkefni um kaup eða leigu, endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæðinu. Klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „[Klaustrið] var áður í eigu Sankti Jósefssystra. Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Garðabæjar. Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28