Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Guðni Freyr Öfjörð skrifar 1. júlí 2024 11:31 Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. Í þessari grein vil ég afsanna helstu ranghugmyndir og áróður sem Kreml hefur dreift um Úkraínu, NATO og Vesturlönd. Það er mikilvægt að skilja staðreyndir til að geta átt upplýsta umræðu og styðja við frið og stöðugleika. NATO og „útrásarstefna“ Vesturlanda Áróður: Kreml heldur því fram að NATO sé að færa sig stöðugt nær landamærum Rússlands og ógni öryggi landsins. Staðreyndir: NATO er varnarbandalag stofnað árið 1949 til að tryggja öryggi aðildarríkja sinna. Stækkun NATO hefur aðeins átt sér stað með aðild nýrra ríkja sem sjálfviljug hafa óskað eftir aðild. Allar aðgerðir NATO byggja á samstöðu og samþykki allra aðildarríkja. NATO er skuldbundið til varnar samkvæmt 5. grein stofnsáttmálans. Áður en Rússland réðst inn í Úkraínu höfðu Svíþjóð og Finnland ekki áhuga á NATO-aðild. Úkraína og nýnasismi Áróður: Kreml heldur því fram að úkraínska ríkisstjórnin og herinn séu undir stjórn nýnasista og að innrásin sé gerð til að „afnasista væða“ landið. Staðreyndir: Úkraína er fjölbreytt og lýðræðislegt samfélag þar sem nýnasismi hefur enga verulega stöðu. Öfgahægri eða fasískir flokkar hafa aldrei náð meira en 3% fylgi í lýðræðislegum kosningum í Úkraínu og hafa aldrei haft nein völd í landinu. Í síðustu þingkosningum árið 2019 fékk sameiginlegt framboð nokkurra öfga hægri flokka, þar á meðal Svoboda og National Corps, aðeins 2.15% atkvæða, sem er langt frá því að ná 5% þröskuldi til þingsetu. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskyy, er af gyðingaættum og fjölskylda hans varð fyrir ofsóknum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta eitt og sér afsannar áróðurinn um að stjórn hans sé undir áhrifum nýnasista. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa ekki fundið sannanir fyrir því að nýnasistar hafi nokkra raunverulega stjórn í Úkraínu. Það er einnig vert að benda á hræsnina í áróðri Kreml. Ásakanir hafa komið fram um nýnasista í rússneska hernum sjálfum og ýmsir öfgahægri hópar hafa verið virkir meðal rússneskra aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi eru einnig fasísk í eðli sínu. Ef þau ætla sér að útrýma nasismanum, þá gætu þau byrjað heima hjá sér. Nýnasismi er því miður til staðar í flestum löndum. Ætla Rússar kannski að ráðast á öll þau lönd með nýnasisma? Vesturlönd og stjórnarbyltingar Áróður: Kreml heldur því fram að Vesturlönd hafi skipulagt og fjármagnað stjórnarbyltingar í Úkraínu og öðrum fyrrum Sovétríkjum. Staðreyndir: Maidan-byltingin í Úkraínu árið 2014 var tilkomin vegna óánægju almennings með spillingu og valdníðslu stjórnvalda, ekki vegna utanaðkomandi afskipta. Vesturlönd hafa stutt lýðræðislegar umbætur og mannréttindi með efnahagslegri og pólitískri aðstoð. Vesturlönd og „andrússnesk“ stefna Áróður: Kreml heldur því fram að Vesturlönd, sérstaklega Bandaríkin og Evrópusambandið, séu með markvissa stefnu til að veikja og einangra Rússland. Staðreyndir: Vesturlönd hafa reynt að halda uppi diplómatískum samskiptum við Rússland, en innlimun Krímskaga árið 2014 og stuðningur Rússlands við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hafa kallað á viðbrögð. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa brugðist við með refsiaðgerðum gegn Rússlandi, sem svar við brotum á alþjóðalögum. Refsiaðgerðirnar voru settar á vegna ólögmætrar innlimunar Krímskaga og stuðnings við aðskilnaðarsinna í Donbas. Auk þess hafa Vesturlönd reynt að styðja úkraínsku stjórnina og styrkja varnir NATO-ríkja sem óttast frekari rússneskar árásir Úkraína og öryggi Rússlands Áróður: Kreml heldur því fram að Úkraína, með stuðningi NATO, ógni öryggi Rússlands. Staðreyndir: Úkraína hefur aldrei ógnað öryggi Rússlands. Árásarherferðir Rússlands gegn Úkraínu eru ekki varnarviðbrögð heldur árásaraðgerðir sem brjóta gegn fullveldi Úkraínu. NATO er varnarbandalag og hefur engar árásaráætlanir gegn Rússlandi. Mannréttindabrot og stríðsglæpir Áróður: Kreml heldur því fram að stjórnvöld í Úkraínu séu ábyrg fyrir umfangsmiklum mannréttindabrotum gegn rússneskumælandi íbúum.Staðreyndir: Þrátt fyrir að átök hafi átt sér stað í austurhluta Úkraínu hafa óháðir alþjóðlegir eftirlitsaðilar ekki fundið sannanir fyrir kerfisbundnum mannréttindabrotum af hálfu úkraínskra stjórnvalda gegn rússneskumælandi íbúum. Rannsóknir frá Sameinuðu þjóðunum hafa í staðinn sýnt fram á umfangsmikil mannréttindabrot og stríðsglæpi sem rússnesk yfirvöld og rússnenskiherinn hafa framið í Úkraínu, þar á meðal pyndingar, nauðganir og ólöglegar flutningar á börnum til Rússlands. Áróður gegn forseta Úkraínu og ríkisstjórn hans Áróður: Kreml hefur dreift samsæriskenningum um að forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskyy, og ríkisstjórn hans séu strengjabrúður Vesturlanda og spillt. Staðreyndir: Volodymyr Zelenskyy var kjörinn forseti Úkraínu árið 2019 í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Engar trúverðugar sannanir hafa komið fram um að Zelenskyy eða ríkisstjórn hans séu strengjabrúður Vesturlanda. Þvert á móti hefur ríkisstjórn Zelenskyy staðið fyrir umbótum og reynt að draga úr spillingu í landinu. Fullyrðingar um að Úkraína misnoti fjármagn frá Vesturlöndum Áróður: Kreml heldur því fram að Volodymyr Zelenskyy hafi keypt snekkjur fyrir 75 milljónir dollara og að eiginkona hans, Olena Zelenska, hafi eytt 1,1 milljón dollara í skartgripi í New York með fjármagni frá Vesturlöndum. Til að skapa vantraust og grafa undan stuðningi við Úkraínu á alþjóðavettvangi hafa rússneskir bottar og internettröll einnig dreift samsæriskenningum um að úkraínski forsetinn og aðrir embættismenn misnoti fjármagn frá Vesturlöndum til persónulegs munaðar, kaups á snekkjum og lúxusvörum. Staðreyndir: Þessar fullyrðingar hafa allar verið afsannaðar. Skjölin sem eiga að sýna kaup Zelensky á snekkjum eru fölsuð. Það hefur einnig verið sannað að Olena Zelenska var ekki í New York þegar hún átti að hafa keypt skartgripina, heldur var hún í Ottawa með eiginmanni sínum á þeim tíma. Margar af þessum áróðurs- og samsæriskenningum eru hluti af víðtækum upplýsingaherferðum rússneskra aðila, sem nota fjölmarga netreikninga á samfélagsmiðlum eins og TikTok til að dreifa röngum upplýsingum. Yfir 12.800 TikTok-reikningar hafa verið notaðir til að dreifa rangfærslum um spillingu úkraínskra embættismanna, þar á meðal myndum af lúxuseignum og vörum ásamt myndum af embættismönnum og almennum borgurum sem þjást. Að NATO sé í stríði við Rússland Áróður: Kreml heldur því fram að NATO sé í stríði við Rússland og ætli sér að ráðast á landið. Staðreyndir: NATO er ekki í stríði við Rússland. Bandalagið styður rétt Úkraínu til sjálfsvarnar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna. NATO hefur styrkt varnir sínar til að tryggja öryggi bandalagsins án þess að stefna að átökum við Rússland. Ef Rússar myndu draga herlið sitt til baka frá Úkraínu, myndi stríðinu ljúka strax. Loforð um að stækka ekki Áróður: Kreml heldur því fram að NATO hafi lofað að stækka ekki eftir kalda stríðið. Staðreyndir: Engin loforð voru gefin um að NATO myndi ekki stækka eftir kalda stríðið. Allar þjóðir sem uppfylla kröfur NATO geta sótt um aðild, og það er ákvörðun þeirra sjálfstæðu landa og bandalagsins hvort nýir meðlimir bætast við. Það er ekki Rússa að ákveða eða takmarka aðild annarra ríkja að NATO. Að NATO sé ekki varnarbandalag Áróður: Kreml heldur því fram að NATO sé árásargjarnt hernaðarbandalag og ógni öryggi Rússlands. Staðreyndir: NATO er varnarbandalag sem stefnir ekki að átökum og ógnar ekki Rússlandi eða öðrum þjóðum. Rússland hefur hins vegar ráðist á Georgíu og Úkraínu, ekki NATO. NATO hefur því aðeins brugðist við með aðgerðum sem miða að því að tryggja öryggi aðildarríkja sinna og stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Samskipti NATO og Rússlands Áróður: Kreml heldur því fram að NATO hafi ætíð verið fjandsamlegt í garð Rússlands. Staðreyndir: Eftir lok kalda stríðsins hefur NATO ítrekað reynt að mynda stefnumótandi samstarf við Rússland. Formleg samskipti hófust með stofnun Norður-Atlantshafs Samvinnuráðsins árið 1991 og þátttöku Rússlands í Friðarsamstarfi NATO árið 1994. Meðal samstarfsverkefna voru vopnaeftirlit, barátta gegn hryðjuverkum og mannúðaraðstoð. Þrátt fyrir þessa viðleitni hefur Rússland oft sýnt árásargirni og ógnandi hegðun, sem hefur grafið undan þessum áformum. Árið 2014, eftir innlimun Krímskaga, var praktísk samvinna milli NATO og Rússlands stöðvuð. Árásir Rússlands á nágrannaríki sín hafa undirstrikað þörfina fyrir auknar varnir hjá NATO. NATO hefur því ekki verið fjandsamlegt í garð Rússlands. Þvert á móti hefur NATO brugðist við með varúðarráðstöfunum til að vernda öryggi aðildarríkjanna gegn ógnun frá Rússlandi. Lygar um að Joe Biden og NATO byrjuðu stríðið í Úkraínu Áróður: Það er mikil umræða og áróður um að Joe Biden og NATO hafi byrjað stríðið í Úkraínu. Staðreyndir: Árásin á Úkraínu var framkvæmd af yfirvöldum í Rússlandi, ekki NATO eða ríkisstjórn Joe Bidens. Stríðið hófst með innrás Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2022, eftir margra mánaða spennu og hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Það er því ljóst að yfirvöld í Rússlandi bera alla ábyrgð á þessu stríði. NATO og Bandaríkin hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við Úkraínu, bæði pólitískum og hernaðarlegum, til að verjast innrásinni. Þetta hefur falið í sér vopnaaðstoð, þjálfun hermanna og önnur úrræði sem miða að því að styðja Úkraínu í baráttu sinni gegn Rússlandi. Það skal áréttað að yfirvöld í Rússlandi bera alla ábyrgð á þessu stríði. Ekki NATO, ekki Vesturlöndin, ekki ESB, ekki Bandaríkin, ekki Joe Biden eða ríkisstjórn hans – heldur ríkisstjórn Rússlands. Lokaorð Rússland hefur í margar aldir haft mikinn áhuga á Úkraínu, löngu fyrir tilkomu NATO. Í nútímanum hefur NATO bara verið notað sem blóraböggull af yfirvöldum Rússlands til að réttlæta innrás þeirra á Úkraínu. Mikilvægt er að greina sannleikann frá áróðri og stuðla að upplýstri umræðu sem styður frið og stöðugleika í Evrópu. Árétta skal að rússneska þjóðin ber ekki ábyrgð á stríðinu í Úkraínu; ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum Rússlands, þ.e. Kreml og forseta Vladimír Pútín. Í Rússlandi eru fjölmiðlar að mestu ríkisreknir og undir stjórn Kremls, sem dreifir áróðri til rússnesku þjóðarinnar. Sumir vestrænir stjórnmálamenn, þekktir aðilar og fjölmiðlar, eins og Elon Musk, Donald Trump, Jeremy Corbyn, Nigel Farage, Tucker Carlson og Marjorie Taylor Greene, hafa bergmálað og dreift rússneskum áróðri til Vesturlanda. Þetta eykur áhrif Kremls og veldur tortryggni í garð vestrænna stjórnmála. Vandamálið við rússneska fjölmiðla eins og RT og Sputnik er að stjórnvöld ráða yfir þessum miðlum og ákveða hvað er birt. Þetta gerir þeim kleift að birta endalausan áróður og samsæriskenningar án ritskoðunar og staðfestingar á heimildum. Ólíkt fjölmiðlum á Vesturlöndum, sem starfa óháðir og eru oft með ritrýndar heimildir, er slíkt frelsi ekki til staðar í Rússlandi. Þetta leiðir til mun meiri áróðurs frá stjórnvöldum þar en á Vesturlöndum. Hluti af áróðursherferð Kremls er að sannfæra alþjóðasamfélagið um að NATO, Bandaríkin og Vesturlöndin beri ábyrgð á innrásinni í Úkraínu, fremur en stjórnvöld í Rússlandi. Þeir nota falsfréttir, afvegaleiðandi upplýsingar og samfélagsmiðla til að dreifa rangfærslum. Þeir fjármagna og styðja útbreiðslu áróðurs í gegnum fjölmiðla og ýmsar stofnanir. Með því að nýta sér veikleika í upplýsingaflæði og skapa tortryggni gagnvart vestrænum fjölmiðlum og stjórnvöldum reyna þeir að grafa undan sannleikanum. Þar að auki hefur verið sannað að þeir nota vestræna stjórnmálamenn til að dreifa sínum skilaboðum og efla áhrif sín. Svo það sé sagt, Það er ekki hlutverk Rússa að ákveða hvort Úkraína sækir um aðild að NATO eða inngöngu í ESB. Úkraína er sjálfstætt ríki sem tekur sínar eigin ákvarðanir. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Heimildir og staðreyndir Did NATO promise not to enlarge? Gorbachev says no NATO FAQ UN Commission concerned by continuing patterns of violations of human rights and international humanitarian law Fact-checking claims NATO, US broke agreement against expansion Documents claiming Ukrainian officials bought luxury items are fake Fact check: Russia's disinformation campaign targets NATO Ukraine war: How TikTok fakes pushed Russian lies to millions Sorry Farage, Putin is provoked by Ukrainian independence — not NATO Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. Í þessari grein vil ég afsanna helstu ranghugmyndir og áróður sem Kreml hefur dreift um Úkraínu, NATO og Vesturlönd. Það er mikilvægt að skilja staðreyndir til að geta átt upplýsta umræðu og styðja við frið og stöðugleika. NATO og „útrásarstefna“ Vesturlanda Áróður: Kreml heldur því fram að NATO sé að færa sig stöðugt nær landamærum Rússlands og ógni öryggi landsins. Staðreyndir: NATO er varnarbandalag stofnað árið 1949 til að tryggja öryggi aðildarríkja sinna. Stækkun NATO hefur aðeins átt sér stað með aðild nýrra ríkja sem sjálfviljug hafa óskað eftir aðild. Allar aðgerðir NATO byggja á samstöðu og samþykki allra aðildarríkja. NATO er skuldbundið til varnar samkvæmt 5. grein stofnsáttmálans. Áður en Rússland réðst inn í Úkraínu höfðu Svíþjóð og Finnland ekki áhuga á NATO-aðild. Úkraína og nýnasismi Áróður: Kreml heldur því fram að úkraínska ríkisstjórnin og herinn séu undir stjórn nýnasista og að innrásin sé gerð til að „afnasista væða“ landið. Staðreyndir: Úkraína er fjölbreytt og lýðræðislegt samfélag þar sem nýnasismi hefur enga verulega stöðu. Öfgahægri eða fasískir flokkar hafa aldrei náð meira en 3% fylgi í lýðræðislegum kosningum í Úkraínu og hafa aldrei haft nein völd í landinu. Í síðustu þingkosningum árið 2019 fékk sameiginlegt framboð nokkurra öfga hægri flokka, þar á meðal Svoboda og National Corps, aðeins 2.15% atkvæða, sem er langt frá því að ná 5% þröskuldi til þingsetu. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskyy, er af gyðingaættum og fjölskylda hans varð fyrir ofsóknum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta eitt og sér afsannar áróðurinn um að stjórn hans sé undir áhrifum nýnasista. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa ekki fundið sannanir fyrir því að nýnasistar hafi nokkra raunverulega stjórn í Úkraínu. Það er einnig vert að benda á hræsnina í áróðri Kreml. Ásakanir hafa komið fram um nýnasista í rússneska hernum sjálfum og ýmsir öfgahægri hópar hafa verið virkir meðal rússneskra aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi eru einnig fasísk í eðli sínu. Ef þau ætla sér að útrýma nasismanum, þá gætu þau byrjað heima hjá sér. Nýnasismi er því miður til staðar í flestum löndum. Ætla Rússar kannski að ráðast á öll þau lönd með nýnasisma? Vesturlönd og stjórnarbyltingar Áróður: Kreml heldur því fram að Vesturlönd hafi skipulagt og fjármagnað stjórnarbyltingar í Úkraínu og öðrum fyrrum Sovétríkjum. Staðreyndir: Maidan-byltingin í Úkraínu árið 2014 var tilkomin vegna óánægju almennings með spillingu og valdníðslu stjórnvalda, ekki vegna utanaðkomandi afskipta. Vesturlönd hafa stutt lýðræðislegar umbætur og mannréttindi með efnahagslegri og pólitískri aðstoð. Vesturlönd og „andrússnesk“ stefna Áróður: Kreml heldur því fram að Vesturlönd, sérstaklega Bandaríkin og Evrópusambandið, séu með markvissa stefnu til að veikja og einangra Rússland. Staðreyndir: Vesturlönd hafa reynt að halda uppi diplómatískum samskiptum við Rússland, en innlimun Krímskaga árið 2014 og stuðningur Rússlands við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hafa kallað á viðbrögð. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa brugðist við með refsiaðgerðum gegn Rússlandi, sem svar við brotum á alþjóðalögum. Refsiaðgerðirnar voru settar á vegna ólögmætrar innlimunar Krímskaga og stuðnings við aðskilnaðarsinna í Donbas. Auk þess hafa Vesturlönd reynt að styðja úkraínsku stjórnina og styrkja varnir NATO-ríkja sem óttast frekari rússneskar árásir Úkraína og öryggi Rússlands Áróður: Kreml heldur því fram að Úkraína, með stuðningi NATO, ógni öryggi Rússlands. Staðreyndir: Úkraína hefur aldrei ógnað öryggi Rússlands. Árásarherferðir Rússlands gegn Úkraínu eru ekki varnarviðbrögð heldur árásaraðgerðir sem brjóta gegn fullveldi Úkraínu. NATO er varnarbandalag og hefur engar árásaráætlanir gegn Rússlandi. Mannréttindabrot og stríðsglæpir Áróður: Kreml heldur því fram að stjórnvöld í Úkraínu séu ábyrg fyrir umfangsmiklum mannréttindabrotum gegn rússneskumælandi íbúum.Staðreyndir: Þrátt fyrir að átök hafi átt sér stað í austurhluta Úkraínu hafa óháðir alþjóðlegir eftirlitsaðilar ekki fundið sannanir fyrir kerfisbundnum mannréttindabrotum af hálfu úkraínskra stjórnvalda gegn rússneskumælandi íbúum. Rannsóknir frá Sameinuðu þjóðunum hafa í staðinn sýnt fram á umfangsmikil mannréttindabrot og stríðsglæpi sem rússnesk yfirvöld og rússnenskiherinn hafa framið í Úkraínu, þar á meðal pyndingar, nauðganir og ólöglegar flutningar á börnum til Rússlands. Áróður gegn forseta Úkraínu og ríkisstjórn hans Áróður: Kreml hefur dreift samsæriskenningum um að forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskyy, og ríkisstjórn hans séu strengjabrúður Vesturlanda og spillt. Staðreyndir: Volodymyr Zelenskyy var kjörinn forseti Úkraínu árið 2019 í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Engar trúverðugar sannanir hafa komið fram um að Zelenskyy eða ríkisstjórn hans séu strengjabrúður Vesturlanda. Þvert á móti hefur ríkisstjórn Zelenskyy staðið fyrir umbótum og reynt að draga úr spillingu í landinu. Fullyrðingar um að Úkraína misnoti fjármagn frá Vesturlöndum Áróður: Kreml heldur því fram að Volodymyr Zelenskyy hafi keypt snekkjur fyrir 75 milljónir dollara og að eiginkona hans, Olena Zelenska, hafi eytt 1,1 milljón dollara í skartgripi í New York með fjármagni frá Vesturlöndum. Til að skapa vantraust og grafa undan stuðningi við Úkraínu á alþjóðavettvangi hafa rússneskir bottar og internettröll einnig dreift samsæriskenningum um að úkraínski forsetinn og aðrir embættismenn misnoti fjármagn frá Vesturlöndum til persónulegs munaðar, kaups á snekkjum og lúxusvörum. Staðreyndir: Þessar fullyrðingar hafa allar verið afsannaðar. Skjölin sem eiga að sýna kaup Zelensky á snekkjum eru fölsuð. Það hefur einnig verið sannað að Olena Zelenska var ekki í New York þegar hún átti að hafa keypt skartgripina, heldur var hún í Ottawa með eiginmanni sínum á þeim tíma. Margar af þessum áróðurs- og samsæriskenningum eru hluti af víðtækum upplýsingaherferðum rússneskra aðila, sem nota fjölmarga netreikninga á samfélagsmiðlum eins og TikTok til að dreifa röngum upplýsingum. Yfir 12.800 TikTok-reikningar hafa verið notaðir til að dreifa rangfærslum um spillingu úkraínskra embættismanna, þar á meðal myndum af lúxuseignum og vörum ásamt myndum af embættismönnum og almennum borgurum sem þjást. Að NATO sé í stríði við Rússland Áróður: Kreml heldur því fram að NATO sé í stríði við Rússland og ætli sér að ráðast á landið. Staðreyndir: NATO er ekki í stríði við Rússland. Bandalagið styður rétt Úkraínu til sjálfsvarnar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna. NATO hefur styrkt varnir sínar til að tryggja öryggi bandalagsins án þess að stefna að átökum við Rússland. Ef Rússar myndu draga herlið sitt til baka frá Úkraínu, myndi stríðinu ljúka strax. Loforð um að stækka ekki Áróður: Kreml heldur því fram að NATO hafi lofað að stækka ekki eftir kalda stríðið. Staðreyndir: Engin loforð voru gefin um að NATO myndi ekki stækka eftir kalda stríðið. Allar þjóðir sem uppfylla kröfur NATO geta sótt um aðild, og það er ákvörðun þeirra sjálfstæðu landa og bandalagsins hvort nýir meðlimir bætast við. Það er ekki Rússa að ákveða eða takmarka aðild annarra ríkja að NATO. Að NATO sé ekki varnarbandalag Áróður: Kreml heldur því fram að NATO sé árásargjarnt hernaðarbandalag og ógni öryggi Rússlands. Staðreyndir: NATO er varnarbandalag sem stefnir ekki að átökum og ógnar ekki Rússlandi eða öðrum þjóðum. Rússland hefur hins vegar ráðist á Georgíu og Úkraínu, ekki NATO. NATO hefur því aðeins brugðist við með aðgerðum sem miða að því að tryggja öryggi aðildarríkja sinna og stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Samskipti NATO og Rússlands Áróður: Kreml heldur því fram að NATO hafi ætíð verið fjandsamlegt í garð Rússlands. Staðreyndir: Eftir lok kalda stríðsins hefur NATO ítrekað reynt að mynda stefnumótandi samstarf við Rússland. Formleg samskipti hófust með stofnun Norður-Atlantshafs Samvinnuráðsins árið 1991 og þátttöku Rússlands í Friðarsamstarfi NATO árið 1994. Meðal samstarfsverkefna voru vopnaeftirlit, barátta gegn hryðjuverkum og mannúðaraðstoð. Þrátt fyrir þessa viðleitni hefur Rússland oft sýnt árásargirni og ógnandi hegðun, sem hefur grafið undan þessum áformum. Árið 2014, eftir innlimun Krímskaga, var praktísk samvinna milli NATO og Rússlands stöðvuð. Árásir Rússlands á nágrannaríki sín hafa undirstrikað þörfina fyrir auknar varnir hjá NATO. NATO hefur því ekki verið fjandsamlegt í garð Rússlands. Þvert á móti hefur NATO brugðist við með varúðarráðstöfunum til að vernda öryggi aðildarríkjanna gegn ógnun frá Rússlandi. Lygar um að Joe Biden og NATO byrjuðu stríðið í Úkraínu Áróður: Það er mikil umræða og áróður um að Joe Biden og NATO hafi byrjað stríðið í Úkraínu. Staðreyndir: Árásin á Úkraínu var framkvæmd af yfirvöldum í Rússlandi, ekki NATO eða ríkisstjórn Joe Bidens. Stríðið hófst með innrás Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2022, eftir margra mánaða spennu og hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Það er því ljóst að yfirvöld í Rússlandi bera alla ábyrgð á þessu stríði. NATO og Bandaríkin hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við Úkraínu, bæði pólitískum og hernaðarlegum, til að verjast innrásinni. Þetta hefur falið í sér vopnaaðstoð, þjálfun hermanna og önnur úrræði sem miða að því að styðja Úkraínu í baráttu sinni gegn Rússlandi. Það skal áréttað að yfirvöld í Rússlandi bera alla ábyrgð á þessu stríði. Ekki NATO, ekki Vesturlöndin, ekki ESB, ekki Bandaríkin, ekki Joe Biden eða ríkisstjórn hans – heldur ríkisstjórn Rússlands. Lokaorð Rússland hefur í margar aldir haft mikinn áhuga á Úkraínu, löngu fyrir tilkomu NATO. Í nútímanum hefur NATO bara verið notað sem blóraböggull af yfirvöldum Rússlands til að réttlæta innrás þeirra á Úkraínu. Mikilvægt er að greina sannleikann frá áróðri og stuðla að upplýstri umræðu sem styður frið og stöðugleika í Evrópu. Árétta skal að rússneska þjóðin ber ekki ábyrgð á stríðinu í Úkraínu; ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum Rússlands, þ.e. Kreml og forseta Vladimír Pútín. Í Rússlandi eru fjölmiðlar að mestu ríkisreknir og undir stjórn Kremls, sem dreifir áróðri til rússnesku þjóðarinnar. Sumir vestrænir stjórnmálamenn, þekktir aðilar og fjölmiðlar, eins og Elon Musk, Donald Trump, Jeremy Corbyn, Nigel Farage, Tucker Carlson og Marjorie Taylor Greene, hafa bergmálað og dreift rússneskum áróðri til Vesturlanda. Þetta eykur áhrif Kremls og veldur tortryggni í garð vestrænna stjórnmála. Vandamálið við rússneska fjölmiðla eins og RT og Sputnik er að stjórnvöld ráða yfir þessum miðlum og ákveða hvað er birt. Þetta gerir þeim kleift að birta endalausan áróður og samsæriskenningar án ritskoðunar og staðfestingar á heimildum. Ólíkt fjölmiðlum á Vesturlöndum, sem starfa óháðir og eru oft með ritrýndar heimildir, er slíkt frelsi ekki til staðar í Rússlandi. Þetta leiðir til mun meiri áróðurs frá stjórnvöldum þar en á Vesturlöndum. Hluti af áróðursherferð Kremls er að sannfæra alþjóðasamfélagið um að NATO, Bandaríkin og Vesturlöndin beri ábyrgð á innrásinni í Úkraínu, fremur en stjórnvöld í Rússlandi. Þeir nota falsfréttir, afvegaleiðandi upplýsingar og samfélagsmiðla til að dreifa rangfærslum. Þeir fjármagna og styðja útbreiðslu áróðurs í gegnum fjölmiðla og ýmsar stofnanir. Með því að nýta sér veikleika í upplýsingaflæði og skapa tortryggni gagnvart vestrænum fjölmiðlum og stjórnvöldum reyna þeir að grafa undan sannleikanum. Þar að auki hefur verið sannað að þeir nota vestræna stjórnmálamenn til að dreifa sínum skilaboðum og efla áhrif sín. Svo það sé sagt, Það er ekki hlutverk Rússa að ákveða hvort Úkraína sækir um aðild að NATO eða inngöngu í ESB. Úkraína er sjálfstætt ríki sem tekur sínar eigin ákvarðanir. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Heimildir og staðreyndir Did NATO promise not to enlarge? Gorbachev says no NATO FAQ UN Commission concerned by continuing patterns of violations of human rights and international humanitarian law Fact-checking claims NATO, US broke agreement against expansion Documents claiming Ukrainian officials bought luxury items are fake Fact check: Russia's disinformation campaign targets NATO Ukraine war: How TikTok fakes pushed Russian lies to millions Sorry Farage, Putin is provoked by Ukrainian independence — not NATO
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun