Keane um Mainoo: „Er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 10:31 Kobbie Mainoo hefur tekist að heilla Roy Keane, eitthvað sem gerist ekki oft. Vísir/Getty Images Hinn írski Roy Keane, fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United, hélt vart vatni yfir frammistöðu Kobbie Mainoo á miðri miðju Englands þegar liðið marði Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. England var hársbreidd frá því að falla úr leik á EM en þökk sé snilli Jude Bellingham tókst Englandi að komast í framlengingu þar sem Harry Kane gekk frá þreyttum Slóvökum. Það var hins var annar leikmaður sem vakti athygli Roy Keane en þessi geðþekki Íri er meðal þeirra sem fjallar um mótið ITV. Hinn 19 ára gamli Mainoo var einn af fáum ljósum punktum í liði Man United á leiktíðinni. Eftir að meiðast í upphafi leiktíðar kom hann inn af krafti og tryggði sér á endanum sæti í enska landsliðinu. Eftir dapra frammistöðu liðsins í riðlakeppninni ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að setja Mainoo við hlið Declan Rice á miðri miðjunni gegn Slóvakíu. Þó svo að enska liðið hafi áfram spilað hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta þá gat Keane ekki annað en hrósað Mainoo eftir leik. „Við sjáum hvað hann er að gera, ég spilaði í þessari stöðu en hann er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra,“ sagði Keane og hélt áfram. Roy Keane was full of praise for Kobbie Mainoo after his performance against Slovakia 👏 pic.twitter.com/f2JR5OgPoQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 1, 2024 „Hann hefur fengið góðan grunn hjá Man United. Þegar þú spilar fyrir Man Utd eru allir leikir stórleikir svo hann mun standast pressuna (sem fylgir því að spila með Englandi).“ England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM þann 6. júlí næstkomandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30 „Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01 Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
England var hársbreidd frá því að falla úr leik á EM en þökk sé snilli Jude Bellingham tókst Englandi að komast í framlengingu þar sem Harry Kane gekk frá þreyttum Slóvökum. Það var hins var annar leikmaður sem vakti athygli Roy Keane en þessi geðþekki Íri er meðal þeirra sem fjallar um mótið ITV. Hinn 19 ára gamli Mainoo var einn af fáum ljósum punktum í liði Man United á leiktíðinni. Eftir að meiðast í upphafi leiktíðar kom hann inn af krafti og tryggði sér á endanum sæti í enska landsliðinu. Eftir dapra frammistöðu liðsins í riðlakeppninni ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að setja Mainoo við hlið Declan Rice á miðri miðjunni gegn Slóvakíu. Þó svo að enska liðið hafi áfram spilað hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta þá gat Keane ekki annað en hrósað Mainoo eftir leik. „Við sjáum hvað hann er að gera, ég spilaði í þessari stöðu en hann er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra,“ sagði Keane og hélt áfram. Roy Keane was full of praise for Kobbie Mainoo after his performance against Slovakia 👏 pic.twitter.com/f2JR5OgPoQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 1, 2024 „Hann hefur fengið góðan grunn hjá Man United. Þegar þú spilar fyrir Man Utd eru allir leikir stórleikir svo hann mun standast pressuna (sem fylgir því að spila með Englandi).“ England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM þann 6. júlí næstkomandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30 „Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01 Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30
„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01
Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00