Bandarískum kjósendum líst illa á stöðuna í forsetaslagnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 23:18 Amina segir að kappræðurnar hafi bara verið þras og uppnefni. Trevor Borden segir að það hafi verið tímasóun að horfa. Vísir Fjölmiðlar vestanhafs eru enn undirlagðir áhyggjuröddum af frammistöðu Joes Biden Bandaríkjaforseta í kappræðum hans og Donalds Trump í fyrrinótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru birt viðtöl við bandaríska kjósendur, sem líst illa á stöðuna. Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira