Portúgalar syrgja mikla goðsögn á miðju Evrópumóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2024 18:00 Manuel Fernandes var mikil goðsögn og mjög vinsæll í heimalandi sínu. Flest stóru félögin í Portúgal hafa minnst hans í dag. Getty/Gualter Fatia/ Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho eru meðal þeirra sem minnast portúgölsku fótboltagoðsagnarinnar Manuel Fernandes sem lést í gær. Portúgalska þjóðin syrgir þessa miklu goðsögn en fram undan er leikur á móti Slóveníu í sextán liða úrslitum EM. Cristiano Ronaldo minntist hans á miðlum sínum.@cristiano Manuel Fernandes varð 73 ára gamall en hann var mikil hetja hjá uppeldisfélagi Ronaldo, Sporting Lissabon. Hann hafði verið að berjast við erfið veikindi og hafði nýverið gengist undir aðgerð þar sem æxli var fjarlægt. „Frábær maður, stórkostlegur leikmaður og sannur vinur,“ skrifaði Jose Mourinho á Instagram. Mourinho þekkti Fernandes vel. Hann var túlkur hans þegar Manuel Fernandes var aðstoðarmaður Bobby Robson hjá Sporting. „Hvíldu í friði,“ skrifaði Cristiano Ronaldo undir teiknaða mynd af Fernandes. Ronaldo lék með Sporting frá 1997 til 2003 þar af eitt tímabil með aðalliðinu. Fernandes spilaði lengi með Sporting og var einn markahæsti leikmaður Portúgala á áttunda og níunda áratugnum. Hann skoraði 386 mörk í öllum keppnum með Sporting og varð tvisvar sinnum portúgalskur meistari með félaginu, 1980 og 1982. Faleceu Manuel Fernandes, o segundo maior goleador da história do Sporting, aos 73 anos.Que descanse em paz. pic.twitter.com/6ph0rR6VOY— B24 (@B24PT) June 27, 2024 Alls var Fernandes með 241 mark í 485 leikjum í efstu deild í Portúgal en hann spilaði í deildinni í nítján tímabil. Hann spilaði líka 31 landsleik fyrir Portúgal frá 1975 til 1987 og skoraði í þeim sjö mörk. Portúgalska landsliðið minntist hans með einnar mínútu þögn á æfingu liðsins í dag. Foi cumprido um minuto de silêncio em homenagem a Manuel Fernandes antes do treino da Seleção Nacional. pic.twitter.com/WyflsbihFW— B24 (@B24PT) June 28, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Portúgalski boltinn Andlát Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Cristiano Ronaldo minntist hans á miðlum sínum.@cristiano Manuel Fernandes varð 73 ára gamall en hann var mikil hetja hjá uppeldisfélagi Ronaldo, Sporting Lissabon. Hann hafði verið að berjast við erfið veikindi og hafði nýverið gengist undir aðgerð þar sem æxli var fjarlægt. „Frábær maður, stórkostlegur leikmaður og sannur vinur,“ skrifaði Jose Mourinho á Instagram. Mourinho þekkti Fernandes vel. Hann var túlkur hans þegar Manuel Fernandes var aðstoðarmaður Bobby Robson hjá Sporting. „Hvíldu í friði,“ skrifaði Cristiano Ronaldo undir teiknaða mynd af Fernandes. Ronaldo lék með Sporting frá 1997 til 2003 þar af eitt tímabil með aðalliðinu. Fernandes spilaði lengi með Sporting og var einn markahæsti leikmaður Portúgala á áttunda og níunda áratugnum. Hann skoraði 386 mörk í öllum keppnum með Sporting og varð tvisvar sinnum portúgalskur meistari með félaginu, 1980 og 1982. Faleceu Manuel Fernandes, o segundo maior goleador da história do Sporting, aos 73 anos.Que descanse em paz. pic.twitter.com/6ph0rR6VOY— B24 (@B24PT) June 27, 2024 Alls var Fernandes með 241 mark í 485 leikjum í efstu deild í Portúgal en hann spilaði í deildinni í nítján tímabil. Hann spilaði líka 31 landsleik fyrir Portúgal frá 1975 til 1987 og skoraði í þeim sjö mörk. Portúgalska landsliðið minntist hans með einnar mínútu þögn á æfingu liðsins í dag. Foi cumprido um minuto de silêncio em homenagem a Manuel Fernandes antes do treino da Seleção Nacional. pic.twitter.com/WyflsbihFW— B24 (@B24PT) June 28, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Portúgalski boltinn Andlát Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira