„Það er virkilega fjölbreytt og spennandi dagskrá á Höfn. DJ Dóra Júlía mun mæta til okkar í spjall og við fáum einnig Pál Óskar í heimsókn í Bylgjulestina. Við heyrum líka í heimafólki á staðnum og í hlustendum svo verða fastir liðir hjá okkur eins og venjulega. Við hlökkum mikið til,” segir Kristín Ruth en hún verður í beinni á laugardaginn ásamt Svala í Bylgjulestinni.

Humarhátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur alveg fram á mánudag. Dagskráin er þétt og stútfull af viðburðum fyrir börn og fullorðna.
Á laugardaginn verður mikið um að vera á hátíðarsvæðinu og meðal annars mun Leikópurinn Lotta troða upp, diskótek með Dóru Júlíu fer fram, furðurverur Pilkington mæta á svæðið, kúadellulottó, ungmennaball og stórdansleikur Páls Óskars svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki eru pallapartý um allan bæ á laugardaginn. Þetta er þó aðeins brot af því sem í boði verður á hátíðinni en nánar er hægt að kynna sér dagskrána hér.

Þau sem ætla að leggja leið sína til Hafnar ættu að fylgjast með veðurspánni. Í dag eru gular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið og þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu.
Kíktu við og taktu þátt í fjörinu! Gríptu með þér hollustubita frá MUNA, skoðaðu glæsilega bíla frá bílaumboðinu Öskju, svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og sláðu í gegn um land allt með Golfsambandi Íslands og Bylgjulestinni.
Næstu stopp Bylgjulestarinnar:
29. júní – Höfn í Hornafirði
6. júlí – Akureyri
13. júlí – Selfoss
20. júlí – Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
27. júlí - Hafnarfjörður