Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2024 13:57 Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana mætir Joe Biden sitjandi forseta í kappræðum í nótt. AP/Chris Szagola Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira