Íslenskir jöklar minnka um fjörutíu ferkílómetra á ári Lovísa Arnardóttir skrifar 27. júní 2024 08:14 Jöklarannsóknarfélag Íslands setti nýlega upp tvær sjónskífur við Vatnajökul í samstarfi við ljósmyndarann James Balog. Hægr er að leggja síma á skifuna til að taka mynd og þá er alltaf tekin mynd með sama sjónarhorni og hægt að fylgjast með breytingum. Mynd/Jöklarannsóknarfélag íslands Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. Einn tíundi hluti Íslands er hulinn jöklum. Þeir hopa hins vegar hratt og sumir hafa hreinlega horfið. Þekktasta dæmið um það er jökullinn Ok sem var afskráður sem jökull árið 2014. Frá síðustu aldamótum hafa um 60 litlir jöklar horfið og ljóst er að sömu örlög bíða fleiri jökla. Oft er talað um Snæfellsjökul sem mögulega næsta jökul sem hverfur en Torfajökull hefur einnig verið nefndur í því samhengi og Kaldaklofsjökul á Fjallabaki og Hofsjökul eystri austan Vatnajökuls. Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur í áratugi sérhæft sig í loftmyndatöku, gerð myndakorta og landlíkana. Í gagnagrunni Loftmynda eru því til ljósmyndir af öllu landinu sem eru endurnýjaðar reglulega. Þannig eiga Loftmyndir, sem dæmi, myndir af jöklum frá mismunandi tímabilum. Meðal þeirra jökla sem Loftmyndir eiga ljósmyndir af eru jöklarnir Múlajökull í Hofsjökli, Morsárjökull í Vatnajökli og svo af Snæfellsjökli. Á þessum myndum sjást breytingarnar á jöklunum vel. Morsárjökull er lítill skriðjökull sem gengur niður í Morsárdal vestan Skaftafells. Loftmyndir tóku myndir af jöklinum 2003 og 2017 eða með 15 ára millibili. Á myndunum, að ofan, sést sú gríðarlega breyting sem hefur orðið á jöklinum á þessum stutta tíma. Jökullinn hefur hopað langt inn í dalinn og lónið fyrir framan hann er nú í töluverðri fjarlægð frá jöklinum og hefur stækkað. Lón og árfarvegir koma í ljós Annað dæmi er Múlajökull. Múlajökull er skriðjökull sem gengur til suðurs úr Hofsjökli. Á loftmyndum sem teknar voru með 25 ára millibili sést vel hversu mikið jökulinn hefur breyst. Fjölda lóna hafa myndast við jökulinn og árfarvegir komið í ljós sem áður voru huldir jöklinum. Fyrri myndin er tekin árið 1998 og sú seinni í fyrra, 2023. Snæfellsjökull er þrettándi stærsti jökull landsins og hylur samnefnda eldstöð. Jökullinn er að meðaltali aðeins um 30 til 50 metra þykkur og hefur mikið látið á sjá á undanförnum áratugum. Hann er orðinn ósléttari og landslagið undir honum hefur komið meira í ljós eftir því sem hann hefur þynnst. Frá árinu 2002 hefur flatarmál Snæfellsjökuls dregist saman um um það bil 30 prósent og er nú 8,7 ferkílómetrar. Jökullinn var tæplega 25 ferkílómetrar árið 1890 og er því nú aðeins um þriðjungur þess sem hann var þá. Snæfellsjökull einn þeirra sem gæti horfið næst Breytingarnar á Snæfellsjökli undanfarin ár eru líka miklar eins og sést á myndum Loftmynda sem teknar eru 1999 og 2017 eða með 18 ára millibili. Sjáanleg breyting er til dæmis á Blágilsjökli sem er á norðurhlið jökulsins og Hyrningsjökli í austanverðum Snæfellsjökli. Mælingar á honum sýna að hann hefur hopað um einhverja tugi metra á síðast liðnum árum. „Jöklarnir sem Loftmyndir bendir á og sýnir myndir af, Morsárjökull, Múlajökull og Snæfellsjökull eru góð dæmi um hörfun jökla á Íslandi, en nánast allir jöklar landsins sýna samskonar hörfun og eru loftmyndir mjög góð leið til að sýna það,“ segir Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir jöklafræðingur og prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, um myndirnar. Hún segir að vísindamenn við Háskóla Íslands hafi gert nokkrar tilraunir til að reikna út framtíð jöklanna að gefnum sviðsmyndum um hlýnun á næstu áratugum. „Alls staðar í heiminum þar sem jöklar finnast nú eru sams konar sögur að verða til, jöklarnir eru að bregðast við hlýnun og munu halda því áfram í marga áratugi, hversu mikið þeir minnka og hversu hratt veltur á því hversu hratt hlýnar, en það er háð því hversu hratt okkur tekst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðfinna. Mikill munur á stuttum tíma Hrafnhildur Hannesdóttir, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, hefur unnið útlínur jökla og safnað saman útlínum sem hafa orðið til í vinnu annarra. Hún segir að frá árinu 2017 hafi útlínur jökla verið uppfærðar annað hvert ár og til þess séu notuð öll gögn sem þau komist yfir. Hrafnhildur segir að í sumar eigi að minnast jöklanna sem hafa horfið eða eru að hverfa.Aðsend „Það eru gervitunglamyndir í meginatriðum sem eru í opnu aðgengi. Svo eru einstaka jöklar til í hærri upplausnar gervitunglamyndum en einnig eru Loftmyndir að taka myndir af landinu á mismunandi tímum,“ segir Hrafnhildur og að allt sé þetta notað saman til að skrá breytingar á útlínum jöklanna. „Það er misjafnt eftir því hvernig árferðið er hvort það sé auðvelt að rekja útlínurnar. Við notum myndir sem eru teknar í lok sumars eða áður en það fer að snjóa aftur. Stundum getur verið snjór yfir þeim jöklum sem liggja hátt,“ segir hún og að þá sé erfitt að meta breytingar. „En þetta er auðvelt á sporðunum sem koma langt niður og liggja lægra á landinu,“ segir Hrafnhildur og það eigi sem dæmi við um þá þrjá jökla sem eru nefndir að ofan. Snæfellsjökull sé sem dæmi um þann jökul sem oftast er nefndur þegar spáð er í því hver gæti horfið næst, en þó eru aðrir jöklar sem líklega muni hverfa fyrr. Þar megi nefna Kaldaklofsjökul á Fjallabaki og Hofsjökul eystri austan Vatnajökuls. Fimm ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem þá var horfinn. Hrafnhildur segir að þann 18. ágúst á þessu ári eigi að minnast þess og annarra minnkandi jökla á landinu. „Frá árinu 2000 hafa tugir lítilla jökla, sem ekki eru vel þekktir, horfið. Þetta eru jöklar sem ekki er almenn vitneskja um enda mjög litlir en þó flestir með nafn“ segir Hrafnhildur. Í ágúst eigi því að ganga aftur upp á Ok og minnast þess að það séu fimm ár síðan var gefin út dánartilkynning og benda í leiðinni á aðra jökla sem eru að hverfa eða eru horfnir. Gönguferðin er skipulögð í samstarfi við Ferðafélag Íslands. 60 jöklar horfið á síðustu 24 árum Hún segir að frá árinu 2000 hafi á bilinu 50 til 60 jöklar horfið. „Þetta eru litlir jöklar sem voru kannski árið 2000 0.01 ferkílómetri upp í tæpan ferkílómetri. Á íslenska mælikvarða eru þetta einhver frímerki en þó jöklar sem hafa verið til að minnsta kosti frá því á litlu ísöld, sem náði hámarki í kringum 1890, og skráðir sem slíkir.“ Hrafnhildur segir þetta mynstur eiga við um alla jökla. „Þeir eru nánast allir að hopa,“ segir hún og bendir á að sjálfboðaliðar á vegum Jöklarannsóknafélags Íslands sinni árlegum sporðamælingum. Á hverju hausti sé farið á ákveðinn viðmiðunarstað fyrir framan 40 til 50 jökla og mælt hver breytingin á stöðu sporðsins er. Fólk sé þannig að vakta sinn jökul og flytur fréttir af honum. Hrafnhildur tekur við gögnunum frá þeim og svo er gefin út skýrsla sem kemur út í tímariti Jöklarannsóknafélagsins en Hrafnhildur hefur nú umsjón með sporðamælingum félagsins. „Sumir jöklar eru að hörfa mjög hratt. Margir af stóru skriðjöklum Vatnajökuls, eins og Tungnaárárjökull, Síðujökull, Skeiðarárjökull og Breiðamerkurjökull eru að hörfa um allt að 100 til 200 metra ár ári á ári,“ segir Hrafnhildur. Einnig séu sumir jökulsporðar að brotna upp og fremsti hluti þeirra að losna frá. „Sem gerðist til dæmis á Brókarjökli í Kálfafellsdal og Norðurtungnajökli í austanverðum Vatnajökli á síðasta ári. Frá árinu 2000 hafa íslenskir jöklar tapað um 1.000 ferkílómetrum, sem eru rúmlega 40 ferkílómetrar á ári að jafnaði." Margt að rannsaka fyrir líffræðinga Hvað varðar svæðin sem koma undan hörfandi jöklinum segir Hrafnhildur að á sama tíma og jöklafræðingar syrgi, þá taki líffræðingar spenntir við þeim „Það eru hópar líffræðinga að kortleggja og skrásetja hvað það tekur langan tíma fyrir líf að kvikna í þessu jökulsorfna umhverfi. Það er verið að mæla framvindu gróðurs og hvenær skordýrin koma inn.“ Þegar jökull hopar eða bráðnar myndast tjarnir og lón sem líffræðingar skoða einmitt með tilliti til þess hvenær myndast líf. „Þetta er ákveðin tilraunastofa.“ Þá er einnig fylgst með því hver framvinda gróðurs og dýralífs er á jökulskerjum sem koma í ljós þegar jökullinn þynnist. Verði að koma fyrir hlýnun jarðar Til að koma í veg fyrir eða hægja á hopi eða bráðnun jökla hefur það mest að segja að draga úr hlýnun jarðar. „Það kvitta allir undir það. Skýrslur Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, verða harðorðari með hverri útgáfu. Þetta eru óyggjandi niðurstöður að hlýnun andrúmsloftsins er að valda þessu.“ Hún segir jöklafræðinga og fleiri reyna að vekja athygli á þessari stöðu með ýmsum hætti, til að mynda með því bæta aðgengi að niðurstöðum rannsókna og með fyrirlestrum. „Fyrir nokkrum árum fór í loftið svokölluð jöklavefsjá, www.islenskirjoklar.is, sem er samstarfsverkefni margra aðila. Þar er hægt að skoða allar helstu mælingar sem eru gerðar á jöklum hér á landi, auk þess sem þar eru fjölmargar ljósmyndir sem sýna vel þær sláandi breytingar sem orðið hafa á jöklum hér á landi á síðustu áratugum,“ segir Hrafnhildur. Fylgjast með breytingum með ýmsum hætti Nýlega setti Jöklarannsóknafélagið svo upp tvær sjónskífur í samstarfi við ljósmyndarann James Balog á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Önnur sjónskífan er staðsett á Sjónarnípu á Skaftafellsheiði með útsýni yfir Skaftafellsjökul og hin er rétt við veginn upp í Jöklasel, með útsýni yfir Skálafellsjökul. Hópurinn sem vann að því að setja upp skífurnar. Mynd/Jöklarannsóknarfélag íslands Sjónskífurnar eru með einföldu yfirlitskorti af jöklinum og útlínum hans á mismunandi tímum og sérstöku statífi sem sími er lagður í þannig að sama sjónarhorn fáist þegar mynd er tekin. „Hugmyndin er að fólk geta tekið mynd frá nákvæmlega sama sjónarhorni, á sama stað, og sent inn. Myndunum er safnað saman og hægt að skoða stöðuna ár frá ári.“ Sjónskífan við Snæfellsjökul.Mynd/Jöklarannsóknarfélag íslands Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að ökullinn Ok hafi verið afskráður sem jökull árið 2019, en það var árið 2014. Leiðrétt 1.7.2024. Loftslagsmál Umhverfismál Veður Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Einn tíundi hluti Íslands er hulinn jöklum. Þeir hopa hins vegar hratt og sumir hafa hreinlega horfið. Þekktasta dæmið um það er jökullinn Ok sem var afskráður sem jökull árið 2014. Frá síðustu aldamótum hafa um 60 litlir jöklar horfið og ljóst er að sömu örlög bíða fleiri jökla. Oft er talað um Snæfellsjökul sem mögulega næsta jökul sem hverfur en Torfajökull hefur einnig verið nefndur í því samhengi og Kaldaklofsjökul á Fjallabaki og Hofsjökul eystri austan Vatnajökuls. Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur í áratugi sérhæft sig í loftmyndatöku, gerð myndakorta og landlíkana. Í gagnagrunni Loftmynda eru því til ljósmyndir af öllu landinu sem eru endurnýjaðar reglulega. Þannig eiga Loftmyndir, sem dæmi, myndir af jöklum frá mismunandi tímabilum. Meðal þeirra jökla sem Loftmyndir eiga ljósmyndir af eru jöklarnir Múlajökull í Hofsjökli, Morsárjökull í Vatnajökli og svo af Snæfellsjökli. Á þessum myndum sjást breytingarnar á jöklunum vel. Morsárjökull er lítill skriðjökull sem gengur niður í Morsárdal vestan Skaftafells. Loftmyndir tóku myndir af jöklinum 2003 og 2017 eða með 15 ára millibili. Á myndunum, að ofan, sést sú gríðarlega breyting sem hefur orðið á jöklinum á þessum stutta tíma. Jökullinn hefur hopað langt inn í dalinn og lónið fyrir framan hann er nú í töluverðri fjarlægð frá jöklinum og hefur stækkað. Lón og árfarvegir koma í ljós Annað dæmi er Múlajökull. Múlajökull er skriðjökull sem gengur til suðurs úr Hofsjökli. Á loftmyndum sem teknar voru með 25 ára millibili sést vel hversu mikið jökulinn hefur breyst. Fjölda lóna hafa myndast við jökulinn og árfarvegir komið í ljós sem áður voru huldir jöklinum. Fyrri myndin er tekin árið 1998 og sú seinni í fyrra, 2023. Snæfellsjökull er þrettándi stærsti jökull landsins og hylur samnefnda eldstöð. Jökullinn er að meðaltali aðeins um 30 til 50 metra þykkur og hefur mikið látið á sjá á undanförnum áratugum. Hann er orðinn ósléttari og landslagið undir honum hefur komið meira í ljós eftir því sem hann hefur þynnst. Frá árinu 2002 hefur flatarmál Snæfellsjökuls dregist saman um um það bil 30 prósent og er nú 8,7 ferkílómetrar. Jökullinn var tæplega 25 ferkílómetrar árið 1890 og er því nú aðeins um þriðjungur þess sem hann var þá. Snæfellsjökull einn þeirra sem gæti horfið næst Breytingarnar á Snæfellsjökli undanfarin ár eru líka miklar eins og sést á myndum Loftmynda sem teknar eru 1999 og 2017 eða með 18 ára millibili. Sjáanleg breyting er til dæmis á Blágilsjökli sem er á norðurhlið jökulsins og Hyrningsjökli í austanverðum Snæfellsjökli. Mælingar á honum sýna að hann hefur hopað um einhverja tugi metra á síðast liðnum árum. „Jöklarnir sem Loftmyndir bendir á og sýnir myndir af, Morsárjökull, Múlajökull og Snæfellsjökull eru góð dæmi um hörfun jökla á Íslandi, en nánast allir jöklar landsins sýna samskonar hörfun og eru loftmyndir mjög góð leið til að sýna það,“ segir Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir jöklafræðingur og prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, um myndirnar. Hún segir að vísindamenn við Háskóla Íslands hafi gert nokkrar tilraunir til að reikna út framtíð jöklanna að gefnum sviðsmyndum um hlýnun á næstu áratugum. „Alls staðar í heiminum þar sem jöklar finnast nú eru sams konar sögur að verða til, jöklarnir eru að bregðast við hlýnun og munu halda því áfram í marga áratugi, hversu mikið þeir minnka og hversu hratt veltur á því hversu hratt hlýnar, en það er háð því hversu hratt okkur tekst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðfinna. Mikill munur á stuttum tíma Hrafnhildur Hannesdóttir, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, hefur unnið útlínur jökla og safnað saman útlínum sem hafa orðið til í vinnu annarra. Hún segir að frá árinu 2017 hafi útlínur jökla verið uppfærðar annað hvert ár og til þess séu notuð öll gögn sem þau komist yfir. Hrafnhildur segir að í sumar eigi að minnast jöklanna sem hafa horfið eða eru að hverfa.Aðsend „Það eru gervitunglamyndir í meginatriðum sem eru í opnu aðgengi. Svo eru einstaka jöklar til í hærri upplausnar gervitunglamyndum en einnig eru Loftmyndir að taka myndir af landinu á mismunandi tímum,“ segir Hrafnhildur og að allt sé þetta notað saman til að skrá breytingar á útlínum jöklanna. „Það er misjafnt eftir því hvernig árferðið er hvort það sé auðvelt að rekja útlínurnar. Við notum myndir sem eru teknar í lok sumars eða áður en það fer að snjóa aftur. Stundum getur verið snjór yfir þeim jöklum sem liggja hátt,“ segir hún og að þá sé erfitt að meta breytingar. „En þetta er auðvelt á sporðunum sem koma langt niður og liggja lægra á landinu,“ segir Hrafnhildur og það eigi sem dæmi við um þá þrjá jökla sem eru nefndir að ofan. Snæfellsjökull sé sem dæmi um þann jökul sem oftast er nefndur þegar spáð er í því hver gæti horfið næst, en þó eru aðrir jöklar sem líklega muni hverfa fyrr. Þar megi nefna Kaldaklofsjökul á Fjallabaki og Hofsjökul eystri austan Vatnajökuls. Fimm ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem þá var horfinn. Hrafnhildur segir að þann 18. ágúst á þessu ári eigi að minnast þess og annarra minnkandi jökla á landinu. „Frá árinu 2000 hafa tugir lítilla jökla, sem ekki eru vel þekktir, horfið. Þetta eru jöklar sem ekki er almenn vitneskja um enda mjög litlir en þó flestir með nafn“ segir Hrafnhildur. Í ágúst eigi því að ganga aftur upp á Ok og minnast þess að það séu fimm ár síðan var gefin út dánartilkynning og benda í leiðinni á aðra jökla sem eru að hverfa eða eru horfnir. Gönguferðin er skipulögð í samstarfi við Ferðafélag Íslands. 60 jöklar horfið á síðustu 24 árum Hún segir að frá árinu 2000 hafi á bilinu 50 til 60 jöklar horfið. „Þetta eru litlir jöklar sem voru kannski árið 2000 0.01 ferkílómetri upp í tæpan ferkílómetri. Á íslenska mælikvarða eru þetta einhver frímerki en þó jöklar sem hafa verið til að minnsta kosti frá því á litlu ísöld, sem náði hámarki í kringum 1890, og skráðir sem slíkir.“ Hrafnhildur segir þetta mynstur eiga við um alla jökla. „Þeir eru nánast allir að hopa,“ segir hún og bendir á að sjálfboðaliðar á vegum Jöklarannsóknafélags Íslands sinni árlegum sporðamælingum. Á hverju hausti sé farið á ákveðinn viðmiðunarstað fyrir framan 40 til 50 jökla og mælt hver breytingin á stöðu sporðsins er. Fólk sé þannig að vakta sinn jökul og flytur fréttir af honum. Hrafnhildur tekur við gögnunum frá þeim og svo er gefin út skýrsla sem kemur út í tímariti Jöklarannsóknafélagsins en Hrafnhildur hefur nú umsjón með sporðamælingum félagsins. „Sumir jöklar eru að hörfa mjög hratt. Margir af stóru skriðjöklum Vatnajökuls, eins og Tungnaárárjökull, Síðujökull, Skeiðarárjökull og Breiðamerkurjökull eru að hörfa um allt að 100 til 200 metra ár ári á ári,“ segir Hrafnhildur. Einnig séu sumir jökulsporðar að brotna upp og fremsti hluti þeirra að losna frá. „Sem gerðist til dæmis á Brókarjökli í Kálfafellsdal og Norðurtungnajökli í austanverðum Vatnajökli á síðasta ári. Frá árinu 2000 hafa íslenskir jöklar tapað um 1.000 ferkílómetrum, sem eru rúmlega 40 ferkílómetrar á ári að jafnaði." Margt að rannsaka fyrir líffræðinga Hvað varðar svæðin sem koma undan hörfandi jöklinum segir Hrafnhildur að á sama tíma og jöklafræðingar syrgi, þá taki líffræðingar spenntir við þeim „Það eru hópar líffræðinga að kortleggja og skrásetja hvað það tekur langan tíma fyrir líf að kvikna í þessu jökulsorfna umhverfi. Það er verið að mæla framvindu gróðurs og hvenær skordýrin koma inn.“ Þegar jökull hopar eða bráðnar myndast tjarnir og lón sem líffræðingar skoða einmitt með tilliti til þess hvenær myndast líf. „Þetta er ákveðin tilraunastofa.“ Þá er einnig fylgst með því hver framvinda gróðurs og dýralífs er á jökulskerjum sem koma í ljós þegar jökullinn þynnist. Verði að koma fyrir hlýnun jarðar Til að koma í veg fyrir eða hægja á hopi eða bráðnun jökla hefur það mest að segja að draga úr hlýnun jarðar. „Það kvitta allir undir það. Skýrslur Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, verða harðorðari með hverri útgáfu. Þetta eru óyggjandi niðurstöður að hlýnun andrúmsloftsins er að valda þessu.“ Hún segir jöklafræðinga og fleiri reyna að vekja athygli á þessari stöðu með ýmsum hætti, til að mynda með því bæta aðgengi að niðurstöðum rannsókna og með fyrirlestrum. „Fyrir nokkrum árum fór í loftið svokölluð jöklavefsjá, www.islenskirjoklar.is, sem er samstarfsverkefni margra aðila. Þar er hægt að skoða allar helstu mælingar sem eru gerðar á jöklum hér á landi, auk þess sem þar eru fjölmargar ljósmyndir sem sýna vel þær sláandi breytingar sem orðið hafa á jöklum hér á landi á síðustu áratugum,“ segir Hrafnhildur. Fylgjast með breytingum með ýmsum hætti Nýlega setti Jöklarannsóknafélagið svo upp tvær sjónskífur í samstarfi við ljósmyndarann James Balog á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Önnur sjónskífan er staðsett á Sjónarnípu á Skaftafellsheiði með útsýni yfir Skaftafellsjökul og hin er rétt við veginn upp í Jöklasel, með útsýni yfir Skálafellsjökul. Hópurinn sem vann að því að setja upp skífurnar. Mynd/Jöklarannsóknarfélag íslands Sjónskífurnar eru með einföldu yfirlitskorti af jöklinum og útlínum hans á mismunandi tímum og sérstöku statífi sem sími er lagður í þannig að sama sjónarhorn fáist þegar mynd er tekin. „Hugmyndin er að fólk geta tekið mynd frá nákvæmlega sama sjónarhorni, á sama stað, og sent inn. Myndunum er safnað saman og hægt að skoða stöðuna ár frá ári.“ Sjónskífan við Snæfellsjökul.Mynd/Jöklarannsóknarfélag íslands Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að ökullinn Ok hafi verið afskráður sem jökull árið 2019, en það var árið 2014. Leiðrétt 1.7.2024.
Loftslagsmál Umhverfismál Veður Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira